Datasets:
url
stringlengths 21
288
| text
stringlengths 1
1.35M
|
---|---|
https://www.akureyri.is/is/frettir/3-deiliskipulagstillogur-ma-lod-hesthusahverfid-breidho | 3 deiliskipulagstillögur: - MA-lóð - Hesthúsahverfið Breiðholt - Hesthúsahverfið Hlíðarholt
Með vísan til greinar 6.2.3 í skipulagsreglugerð auglýsir Akureyrarbær hér með eftirtaldar deiliskipulagstillögur:
1. Deiliskipulag lóðar Menntaskólans á Akureyri Tillagan felur m.a. í sér byggingu nemendagarða austan núverandi heimavistar og fjölgun bílastæða á vesturhluta lóðarinnar. (skoða)
2. Deiliskipulag hesthúsahverfisins Breiðholts Tillagan felur m.a. í sér nokkrar breytingar á lóðarmörkum og aðkomu að lóðum, auk aðgerða til úrbóta í umhverfis- og umferðarmálum. (skoða)
3. Deiliskipulag hesthúsahverfisins Hlíðarholts Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að byggð verði 84 ný hesthús í hverfinu, auk reiðhallar og annarra mannvirkja í þágu reiðsports og hestamennsku. (skoða)
Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum og frekari skýringargögnum liggja frammi almenningi til sýnis í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 6. apríl 2001, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar:
http://www.akureyri.is/.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 1600 föstudaginn 6. apríl 2001 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/2-auglysingar-breyting-a-adalskipulagi-ibudarsvaedi-vid-l | 2 Auglýsingar: - Breyting á aðalskipulagi: Íbúðarsvæði við Lindasíðu. - Deiliskipulag Þórssvæðis
Íbúðarsvæði við Lindarsíðu
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 1998 - 2018 skv. 1. mgr. 21. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b.
Breytingin varðar reit sem afmarkast af Hlíðarbraut, Austursíðu og Bugðusíðu, sem skilgreindur er í gildandi aðalskipulagi sem miðsvæði, og felst í því að austurhluti hans verði ætlaður undir íbúðir, en landnotkunarskilgreining vesturhlutans (lóðar Bjargs) breytist í stofnanasvæði, án þess þó að þar sé áformuð breytt starfsemi.
Tillöguuppdráttur sem sýnir breytinguna mun liggja frammi almenningi til sýnis í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 29. júní 2001, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 1600 föstudaginn 29. júní 2001 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
Íþróttasvæði Þórs
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs við Skarðshlíð skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b.
Á tillögunni er m.a. sýndur byggingarreitur fyrir knattspyrnuhús, 90 x 120 m, nyrst á svæðinu, auk tveggja nýrra grasvalla þar sem nú er malarvöllur.
Tillöguuppdráttur og greinargerð munu liggja frammi almenningi til sýnis í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 29. júní 2001, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 1600 föstudaginn 29. júní 2001 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
(Skoða uppdrátt - Lesa greinargerð (á PDF formi, þarf Acrobat Reader))
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/gerdahverfi-tillogur-ad-breytingum-a-adal-og-deiliskipulag | Gerðahverfi: Tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. Breytingin felst í því að reitur á horni Hraungerðis og Dalsgerðis, sem nú er skilgreindur sem óbyggt svæði og almennt útivistarsvæði, breytist í íbúðarsvæði.
Jafnframt er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi þessa svæðis skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga. Tillagan felur í sér að á ofangreindum reit komi 2 einbýlishúsalóðir. Ennfremur sýnir hún nokkrar breytingar á legu gatna, sem leiða af tengingu Stóragerðis við Dalsbraut skv. gildandi aðalskipulagi.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi
Stækka og skoða
Tillaga að breyttu deiliskipulagi
Stækka og skoða
Tillöguuppdrættir og greinargerðir munu hanga uppi almenningi til sýnis í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til fimmtudagsins 9. ágúst 2001, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar er einnig birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 1600 fimmtudaginn 9. ágúst 2001 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/hoepfnersbryggja-tillaga-ad-deiliskipulagi | Höepfnersbryggja - Tillaga að deiliskipulagi
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi Höepfnersbryggju skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir aukinni landfyllingu og byggingarreit fyrir nýtt klúbbhús Siglingaklúbbsins Nökkva, auk fleiri aðgerða sem ætlað er að bæta aðstöðu Siglingaklúbbsins og auka gildi svæðisins sem almenns útivistarsvæðis.
Tillöguuppdráttur með greinargerð mun hanga uppi almenningi til sýnis í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 17. ágúst 2001, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 1600 föstudaginn 17. ágúst 2001 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
6. júlí 2001
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/haskolinn-a-akureyri-tillaga-ad-deiliskipulagi | Háskólinn á Akureyri - Tillaga að deiliskipulagi
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi lóðar Háskólans á Akureyri skv. 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b.
Tillagan fjallar um svæði það umhverfis Sólborg, sem Háskólanum er ætlað skv. aðalskipulagi og sýnir m.a. byggingarreiti fyrir Rannsóknarhús og næstu byggingaráfanga Háskólans, götur, bílastæði og stíga. Á hluta svæðisins er deiliskipulagi frestað.
Tillöguuppdráttur og greinargerð munu hanga uppi almenningi til sýnis í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 14. september 2001, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 1600 föstudaginn 14. september 2001 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
3. ágúst 2001
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/breyting-a-adalskipulagi-a-glerardal | Breyting á aðalskipulagi á Glerárdal
Tillaga um breytingu á aðalskipulagi,
svæði fyrir bílaíþróttir á Glerárdal
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 1998 - 2018 skv. 1. mgr. 21. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b.
Breytingin felst í því að mörk verndarsvæðis við Glerá verði færð nær ánni á u.þ.b. 400 m kafla, og að óbyggt/opið svæði til sérstakra nota verði teygt lengra upp með árgilinu á sama kafla. Breytingin er lögð til í því skyni að gera megi "gocart"-braut í aflagðri malarnámu sem þarna er.
Tillöguuppdráttur sem sýnir breytinguna mun liggja frammi almenningi til sýnis í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 29. september 2001, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 föstudaginn 28. september 2001 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
Akureyri, 17. ágúst 2001,
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/thrjar-deiliskipulagstillogur-naustahverfi-safnasvaedi-ad-n | Þrjár deiliskipulagstillögur - Naustahverfi, Safnasvæði að Naustum, Lindasíða
Með vísan til 25. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. auglýsir Akureyrarbær hér með deiliskipulagstillögur fyrir eftirtalin svæði:
1. Naustahverfi, 1. áfangi. Pdf-skjöl: Tillöguuppdráttur - Lýsingaruppdráttur - Greinargerð.
Skipulagssvæðið er 23,7 ha að stærð. Það afmarkast að austan af Þórunnarstræti vestan kirkjugarðs og að norðan af fyrirhuguðum "Mjólkursamlagsvegi" sunnan Teigahverfis.
Tillagan gerir ráð fyrir 327 íbúðum af fjölbreyttri gerð á svæðinu, auk grunnskóla, leikskóla og húsnæðis fyrir þjónustu. Um er að ræða fyrsta áfanga Naustahverfis, um 2.000 íbúða hverfis, sem áætlað er að teygi sig allt frá núverandi byggð sunnan VMA og suður undir Kjarnaskóg.
2. Safnasvæði að Naustum. Tillöguuppdráttur (pdf.-skjal) - Greinargerð m. till. (pdf.-skjal)
Skipulagssvæðið er lóð Minjasafnsins í Naustahverfi ásamt umlykjandi opnu svæði, alls um 2,1 ha. Gert er ráð fyrir að helstu núverandi byggingar að Naustum III standi áfram, og að til viðbótar verði reist geymsluhús og verkstæði á lóðinni, ýmist sem aðflutt gömul hús eða nýbyggingar.
3. Íbúðarsvæði við Lindasíðu. Tillöguuppdráttur (pdf.-skjal) - Greinargerð með tillögu
Tillagan fjallar um reit milli Hlíðarbrautar og Lindasíðu, sem framlengd verði til suðurs um 80 metra. Reitnum er í meginatriðum skipt upp í tvær lóðir skv. tillögunni, samtals um 1,8 ha, þar sem annarsvegar verði 22 íbúðir í einnar hæðar raðhúsum, og hinsvegar allt að 38 íbúðir í einnar og tveggja hæða keðjuhúsum. Innan marka skipulagsins er einnig opið svæði meðfram Hlíðarbraut, með hljóðmön næst lóðunum.
Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum og frekari skýringargögnum liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 15. febrúar 2002, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 1600 föstudaginn 15. febrúar 2002 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
Akureyri, 04. janúar 2002,
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/tvaer-deiliskipulagstillogur-ibudarlodir-vid-skalateig-ra | Tvær deiliskipulagstillögur - Íbúðarlóðir við Skálateig - Raðhús við Merkigil
Íbúðarlóðir v. Skálateig - Raðhús v. Merkigil
Með vísan til 25. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. auglýsir Akureyrarbær hér með deiliskipulagstillögur fyrir eftirtalin svæði:
1. Íbúðarlóðir við Skálateig (nr. 1 og 3-7) Tillöguuppdráttur (jpg-skjal)
Um er að ræða nánari útfærslu reita nr. 4 og 5 skv. skipulagi íbúðarbyggðar á Eyrarlandsholti frá 1998. Lóðirnar afmarkast af Þórunnarstræti, Mímisbraut, Hringteigi og Mosateigi og eru samtals um 11.220 m2
Tilagan gerir ráð fyrir 4-ra til 5 hæða fjölbýlishúsum með samtals 92 íbúðum. Af 154 bílastæðum á lóðunum verður um helmingur í opinni bílageymslu og bílakjallara undir húsunum. Tillagan felur m.a. í sér að fallið er frá fyrri hugmyndum um að lóðirnar verði sérstaklega ætlaðar undir heimavistir og íbúðir fyrir aldraða og ekki er gert ráð fyrir þjónustustarfsemi eins og heimilt er skv. aðalskipulagi.
2. Íbúðarlóðir í Giljahverfi, IV. áfangi, C-hluti. Tillöguuppdráttur (pdf.-skjal) Um er að ræða nýtt skipulag svæðis vestan Merkigils, beggja vegna við Fákagil. Í aðalskipulagi er svæðið merkt sem íbúðarsvæði. Tillagan gerir ráð fyrir tveimur lóðum fyrir samtals 15 íbúðir í einnar hæðar raðhúsum, án bílskúra.
Tillöguuppdrættir ásamt frekari skýringargögnum liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 19. apríl 2002, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 1600 föstudaginn 19. apríl 2002 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
Akureyri, 8. mars 2002,
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillogur-ad-breytingum-a-adal-og-deiliskipulagi-hlidarfja | Tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi - Hlíðarfjallsvegur o.fl. - Íbúðarsvæði v. Furulund - Klettaborg, br. á deiliskipulagi
Akureyrarbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 20. gr. skipulags- og byggingarlaga neðangreindar tillögur að breytingum á aðalskipulagi, og skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga neðangreindar tillögur að breytingum á deiliskipulagi.
1. Hlíðarfjallsvegur, reiðleið o.fl. - Breytingar á aðalskipulagi.
Tillagan er þríþætt: a) Tenging fyrirhugaðs "Ofanbyggðarvegar" við Hlíðarfjallsveg færist um ca 120 m til vesturs. b) Áætluð vegartenging frá Hlíðarfjallsvegi að Lögmannshlíðarkirkju og hesthúsahverfi falli út, en í hennar stað komi vegartenging við Ofanbyggðarveg, því sem næst í núverandi legu Lögmannshlíðarvegar. c) Lega reiðleiðar breytist á kafla, þannig að hún þveri Hlíðarfjallsveg vestar en áformað var.
Tillöguuppdráttur með greinargerð (pdf)
2. Íbúðarsvæði við Furulund. - Breytingar á aðal- og deiliskipulagi.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi felur í sér að landnotkun á vesturhluta reits norðan Furulundar breytist úr athafnasvæði í íbúðarsvæði. Tillöguuppdráttur með greinargerð (pdf)
Jafnframt er auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi sama reits, í stað deiliskipulags frá 1989. Tillagan gerir ráð fyrir þyrpingu einnar hæðar raðhúsa með 20 íbúðum á reitnum.
Tillöguuppdráttur (pdf) - Skýringaruppdráttur (pdf) - Greinargerð, htm-skjal - ... pdf-skjal
3. Klettaborg - breyting á deiliskipulagi.
Tillagan varðar vestari raðhúsalóð í deiliskipulagi sem samþykkt var í febrúar 2001. Í meginatriðum felur tillagan í sér stækkun lóðarinnar til vesturs, breytingu á umferð og bílastæðum innan lóðar, fjölgun húsa og íbúða og lengingu hljóðmanar til vesturs og suðurs, upp með Dalsbraut.
Tillöguuppdráttur (pdf)
Tillöguuppdrættir ásamt frekari skýringargögnum liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 24. maí 2002, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 1600 föstudaginn 24. maí 2002 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
Akureyri, 12. apríl 2002,
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/lundarskoli-i-heimsokn-i-radhus-akureyrar | Lundarskóli í heimsókn í Ráðhús Akureyrar
Hópur úr 10. bekk Lundarskóla kom í heimsókn í Ráðhús Akureyrar nú í morgun. Bæjarkerfið var kynnt fyrir gestunum, auk þess sem fjallað var um kynningarmál, jafnréttismál og Staðardagskrá 21. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/ibudarsvaedi-sunnan-reynilundar-tillaga-ad-deiliskipulagi | Íbúðarsvæði sunnan Reynilundar - Tillaga að deiliskipulagi.
Akureyrarbær auglýsir:
Ath: Til þess að geta skoðað pdf-skjölin þarf
Acrobat Reader. Ef þú ert ekki með hann á
tölvunni geturðu sótt hann þarna --------->
Tillaga að deiliskipulagi:
Íbúðarsvæði sunnan Reynilundar
Tillöguuppdráttur (pdf) - Skýringaruppdráttur (pdf)
Með vísan til 25. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. auglýsir Akureyrarbær hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir ofangreint svæði, sem afmarkast að norðan af einbýlishúsalóðum við Reynilund. Að vestan, sunnan og austan afmarkast það af svæði, sem auðkennt er í gildandi aðalskipulagi með "skipulagi frestað" vegna óvissu um legu framtíðar tengibrauta.
Tillagan gerir ráð fyrir 3 lóðum fyrir 6 tveggja hæða fjölbýlishús með samtals 24 íbúðum, svo og 5 einbýlishúsalóðum næst núverandi lóðum við Reynilund. Grenilundur verði lengdur til suðurs og á suð-vesturhluta reitsins komi opið svæði/leiksvæði.
Tillöguuppdráttur ásamt frekari skýringargögnum mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til miðvikudagsins 3. júlí 2002, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 1600 miðvikudaginn 3. júlí 2002 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
Akureyri, 22. maí 2002,
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyskopunarmidstod-a-akureyri | Nýsköpunarmiðstöð á Akureyri
Orðrétt sagði ráðherrann meðal annars í ræðu sinni: "Í samræmi við stefnu í byggðamálum fyrir árin 2002-2005 er að því stefnt að nýsköpunarmiðstöð verði starfrækt á vegum Iðntæknistofnunar á Akureyri auk starfseminnar í Reykjavík. Starfsemin á Akureyri verði að grunni til með svipuðu sniði og í Reykjavík en sérstök áhersla verði á eflingu atvinnulífs á landsbyggðinni, t.d. með nánu samstarfi við atvinnuráðgjafa sem þar starfa.
Þar sem byggðaáætlunin hefur þegar verið samþykkt, mun iðnaðarráðuneytið í samvinnu við Iðntæknistofnun vinna í sumar að skilgreiningu á starfsemi nýsköpunarmiðstöðvar á Akureyri og gera rekstraráætlanir með það að markmiði að unnt verði að hefja starfsemina þar í haust, eða snemma vetrar. Þetta er vel gjörlegt þótt frumvarpið um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins hafi ekki öðlast lagalegt gildi, enda um tvær sjálfstæðar ákvarðanir að ræða.
Eðli máls samkvæmt er mikilvægt að starfsemi nýsköpunarmiðstöðvar sé í návígi við annað nýsköpunar- og frumkvöðlastarf. Þannig háttar til hjá Impru í Reykjavík, sem nýtur sambýlisins við rannsóknarumhverfið á Keldnaholti. Á Akureyri er í undirbúningi að reisa Rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann þar sem 14 ríkisstofnanir hafa sýnt áhuga á að fá inni með fjölbreytta rannsóknastarfsemi sem þar verður í sambýli við raungreinakennslu háskólans. Í framtíðinni er ráðgert að við stækkun byggingarinnar verði sérstaklega hugað að því að hýsa sprotafyrirtæki. Verði þessar áætlanir að veruleika er hugmyndin sú að nýsköpunarmiðstöðin á Akureyri fái inni í Rannsókna- og nýsköpunarhúsinu og gæti það orðið fyrir árslok 2003." |
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrsti-fundur-nyrrar-baejarstjornar | Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar
Konur skipa kjörinn meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar í fyrsta sinn en þær eru sex af ellefu bæjarfulltrúum. Kristján Þór Júlíusson er bæjarstjóri, Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar og Jakob Björnsson formaður bæjarráðs. Í bæjarráði sitja, auk Jakobs, Þórarinn B. Jónsson, varaformaður, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson, Oktavía Jóhannesdóttir og Valgerður H. Bjarnadóttir situr sem áheyrnarfulltrúi í bæjarráði.
Nefndir og ráð |
https://www.akureyri.is/is/frettir/ny-heimasida-akureyrarbaejar | Ný heimasíða Akureyrarbæjar
Kristjáni til halds og trausts við opnunina var Ingibjörg Bryndís Árnadóttir, 12 ára Akureyrarmær. Nýja heimasíðan er mun víðtækari og umfangsmeiri en áður var. Markmiðið er að þjóna bæjarbúum, ferðafólki og þeim sem til bæjarins vilja flytja. Þannig er nú mun meiri áhersla lögð á fréttir, afþreyingu og menningu. Allt sem áður var að finna á heimasíðu bæjarins er þó enn til staðar með aðgengilegum hætti. Það var Atómstöðin sem vann nýja heimasíðu bæjarins ásamt starfsmönnum Athygli og starfsfólki bæjarsins. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri segist ánægður með útkomuna og að öllum markmiðum með endurbótunum virðist hafa verið náð. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/siglt-i-sol-og-blidu | Siglt í sól og blíðu
Siglingaklúbburinn Nökkvi hélt fjölskyldudag á Pollinum laugardaginn 23. júní. Margt var um manninn og var gestum og gangandi boðið upp á pylsur og gos. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, lék veðrið við siglingafólk og gaf mátulega í seglin. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/um-3000-gestir-a-einum-degi | Um 3.000 gestir á einum degi
Í dag koma þrjú skemmtiferðaskip til Akureyrar og með þeim rétt um 3.000 manns. Skipin þrjú eru Albatros, Black Watch og Delpin, samtals 69.509 brúttólestir. Black Watch lagðist að Oddeyrarbryggju kl. 8 í morgun en hin skipin tvö eru væntanleg kl. 14.00. Farþegar eru flestir Þjóðverjar en einnig Bretar og Bandaríkjamenn. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/nykjornir-baejarfulltruar-i-skodunarferd | Nýkjörnir bæjarfulltrúar í skoðunarferð
Hópurinn kynnti sér helstu framkvæmdir í bænum, það sem gert hefur verið og það sem til stendur að gera á næstunni. Ýmsir staðir voru heimsóttir og má þar nefna Giljaskóla, slökkviliðsstöðina, leikskólann Iðavelli, Búðargilið, Naustahverfi, útivistarsvæðið að Hömrum og Kjarnaskóg. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/160-keppendur-a-arctic-open | 160 keppendur á Arctic Open
Þeir 160 keppendur sem skráðir eru til leiks og léku golf sl. nótt gátu ekki kvartað undan veðrinu því eftir fremur kalt veður framan af júní brast hann á með blíðu, 17 stiga hita og léttskýjuðum himni.
Verðlaunaafhending fer fram á laugardagskvöldið. Leikið er eftir Stabelford punktakerfi. Verðlaun eru veitt í opnum flokki bæði með og án forgjafar. Verðlaun verða einnig veitt í öldungaflokki 55 ára og eldri og kvennaflokki - án forgjafar. Í fyrsta skipti verða krýndir Arctic Open meistarar í kvenna og öldungaflokki. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/ka-i-thridja-saetid | KA í þriðja sætið
KA komst í þriðja sæti úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í gærkvöld þegar liðið vann Keflavík með fjórum mörkum gegn einu á Akureyri. Staðan í hálfleik var 3-1.
Hreinn Hringsson skoraði tvö mörk fyrir KA og Þorvaldur Örlygsson og Þorvaldur Makan Sigbjörnsson sitt markið hvor. Adolf Sveinsson skoraði fyrir Keflavík. KA er í þriðja sæti deildarinnar eftir átta umferðir með 12 stig, þremur á eftir Fylki sem er efstur. Keflvík er í 5. til 8. sæti með 9 stig. Staðan í deildinni. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/i-sol-og-sumaryl | Í sól og sumaryl...
Akureyringar og gestir í bænum hafa notið veðurblíðunnar frá því um helgina og í dag hlýnaði verulega í glaðasólskini. Mælirinn á Ráðhústorgi fór vel yfir 20 gráður og opinber hitamælir við Sundlaug Akureyrar sýndi 19,7 gráður um fjögurleytið. Í miðbænum var útikaffihúsastemning og aðsókn í sundlaugina var mikil eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Ekki er annað að sjá en gert sé ráð fyrir svipuðu veðri næstu daga. Veðurhorfur næstu daga. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/thusundir-a-knattspyrnumot | Þúsundir á knattspyrnumót
Esso-mót KA í 5. flokki drengja hefst í dag og lýkur með verðlaunaafhendingu á laugardagskvöld. Á föstudag hefst einnig Pollamót Þórs og því lýkur sömuleiðis á laugardagskvöld. Þúsundir Íslendinga á öllum aldri koma til Akureyrar af þessu tilefni og varlega áætlað má búast við að gestir í bænum verði um eða yfir 6.000. Bekkurinn er nú þegar þétt setinn á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti og mestallt gistirými er fullnýtt. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/gladir-randersfarar-komnir-heim | Glaðir Randersfarar komnir heim
Í vikunni kom hópur ungmenna á aldrinum 16-20 ára frá Akureyri heim frá norrænu vinabæjarmóti í Randers en með í för voru einnig embættis- og stjórnmálmenn. Í Randers hittust samskonar hópar frá Lathi í Finnlandi, Vesterås í Svíþjóð, Ålesund í Noregi ásamt heimamönnum í Danmörku. Þema vikunnar var vatn og skipuðu krakkarnir hópa sem unnu undir heitunum vatn og líf, vatn og tónlist, vatn og kajak og vatn og vindur. Tilgangur þessara ferða er að mynda tengsl á milli ungmenna frá vinabæjunum og fyrir tilstilli bæjarins geta þau tekið þátt í svona ævintýri óháð efnahag. Auk þess er tilgangurinn að gefa starfsmönnum og stjórnmálamönnum bæjarins tækifæri á að mynda persónuleg tengsl við kollega frá hinum Norðurlöndunum.
Ferðin tókst í alla staði vel og krakkarnir voru Akureyrarbæ til sóma og vakti reglusemi og framtakssemi þeirra athygli annarra og stolt fylgdarmanna. Meðfylgjandi eru myndir frá keppni sem fram fór milli landanna í svokallaðri "No-boat racing". Á föstudagskvöldi fengu hóparnir í hendur efni sem þeim var ætlað að smíða úr far sem flyti og bæri þau öll og daginn eftir fór svo fram siglingakeppni. Fyrir utan sigur í keppninni sjálfri voru gefin stig fyrir ýmislegt s.s. notagildi, listrænt útlit o.fl.. Íslendingarnir unnu keppnina sjálfa með miklum yfirburðum en lögðu minna upp úr útliti síns fleka og á endanum sigruðu þeir með einu stigi. Sigrinum var vel fagnað á norrænu lokakvöldi mótsins. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/setning-esso-motsins | Setning Esso-mótsins
Esso-mót KA í knattspyrnu var sett í gærkvöldi á gamla MA-vellinum fyrir ofan Lystigarðinn. Glaðbeittir hópar knattspyrnumanna mættust þar og flögguðu merkjum sinna liða. Leikarinn Skúli Gautason hvatti liðin til dáða, fulltrúi frá Esso setti mótið formlega og Bubbi Morthens söng nokkur lög. Gríðarlegur fjöldi fólks er nú í bænum vegna Esso- og Pollamóts, tjaldsvæðin eru troðfull og veðurspáin lofar góðu um framhaldið. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/lif-i-listagilinu | Líf í listagilinu
Um síðustu helgi voru opnaðar nokkrar sýningar á Listasumri. Í Ketilhúsinu sýna þeir Aðalsteinn Svanur og Elli saman í stóra salnum undir heitinu "Samhengi" og Bryndís Kondrup á verk á svölunum og kallast sýningin "Steinar". Í kjallara hússins gefur að líta danska vídeólist. Í Kompunni sem er nett gallerí á vinnustofu Aðalheiðar Eysteinsdóttur sýnir Jón Laxdal. Hér á síðunni getur að líta fáeinar myndir frá opnum þessarra sýninga á dögunum.
Framundan er mikil tónlistarveisla. Að vanda er jazz á fimmtudagskvöld en auk þess verða stórtónleikar í Ketilhúsinu á föstudagskvöld þar sem þeir Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór, Ólafur Kjartan Sigurðarson, barítón og Jónas Ingimundarson, píanóleikari munu gleðja gesti. Á sunnudagskvöld verður svo Guðmundarvaka Ingólfssonar í Ketilhúsinu. Rétt er að vekja athygli einnig á margmiðlunarsýningunni "Megas" sem opnar á laugardag. Sjá nánar á www.listagil.is. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/landsmot-skata-ad-homrum | Landsmót skáta að Hömrum
Á þriðjudaginn kemur hefst landsmót skáta á tjaldsvæðinu við Hamra í nágrenni Akureyrar. Mótið stendur í fimm daga og er þetta án efa langstærsti skátaviðburður ársins. Búist er við að hátt í 4.000 skátar verði á svæðinu og eflaust annað eins af foreldrum og vinum sem þeim fylgja. Fjölskyldubúðir verða stærri og öflugari með hverju landsmóti og margir hafa komist að því að gott er að dvelja á skátamótinu í sumarfríi með fjölskyldunni. Kynnið ykkur málið nánar á Landsmótsvef skáta. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyjustu-fundargerdirnar | Nýjustu fundargerðirnar
Athygli er vakin á því að nú er hægt að finna allar nýjustu fundargerðir nefnda og ráða á vegum Akureyrarbæjar á einum stað á heimasíðunni. Veljið Stjórnkerfið í valmyndinni hér að ofan, síðan Fundargerðir og loks 20 nýjustu fundargerðir. Framvegis munu birtast þar 20 nýjustu fundargerðirnar, auk þess sem þær birtast einnig á sínum stað undir nafni viðkomandi nefndar eða ráðs. Þetta er gert til hægðarauka svo almenningur og fréttamenn eigi auðveldara með að finna það nýjasta sem bókað hefur verið í nefndum og ráðum á vegum bæjarins. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/lausar-byggingarlodir | Lausar byggingarlóðir
(Uppfært 27. september 2011)
Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda reglur um lóðaveitingar, samþykktar í bæjarstjórn 7. mars 2006.
· Nýjar lóðir eru auglýstar sérstaklega (1. auglýsing) með 2ja vikna umsóknarfresti og fer úthlutunin fram skv. vinnureglum.
· Ef lóð er ekki úthlutað eftir 1. auglýsingu eða úthlutun hefur gengið til baka af einhverri ástæðu, er hún auglýst á heimasíðu og í þjónustuanddyri bæjarins (2. auglýsing) með tveggja vikna umsóknarfresti. Sæki þá aðeins einn um slíka lóð er byggingarfulltrúa heimilt að veita hana, en sæki fleiri fer úthlutunin fram eftir áðurnefndum vinnureglum.
· Lóðir sem ekki ganga út eftir 2. auglýsingu eru ekki auglýstar oftar sérstaklega og er byggingarfulltrúa heimilt að veita þær þegar umsókn berst.
Gögn með umsókn:
Einstaklingum ber að leggja fram greiðslumat frá viðurkenndri fjármálastofnun á greiðslugetu sinni í húsnæði. Fyrirtæki skulu leggja fram staðfestingu viðskiptabanka á greiðslugetu sinni.
Umsóknareyðublöð, gjaldskrár, skipulags- og byggingaskilmálar og aðrar upplýsingar liggja frammi á skrifstofu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Geislagötu 9. Einnig er hægt að fylla út lóðarumsókn sem fæst HÉR.
Lóðir í 1. auglýsingu:
- Engar lóðir eru nú í 1. auglýsingu
Lóðir í 2. auglýsingu:
- Umsóknarfrestur er til og með 11. október 2011:
Raðhús:
1 hæð
Sómatún 37-45
b.magn 750 fm
- Umsóknarfrestur er til og með 6. október 2011:
Einbýlishús:
1 hæð
Daggarlundur 10
b.magn 240 fm
Daggarlundur 12
b.magn 230 fm
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Upplýsingar:
Í apríl 2010 samþykkti bæjarstjórnin 60 % afslátt á viðbyggingum við hús sem eru a.m.k. 15 ára enda nemi stækkunin ekki meira en 30 fermetrum. Ef stækkunin er meiri en 30 fermetrar skal greiða fullt gatnagerðargjald af því sem umfram er.
Bæjarstjórn samþykkti 1. mars 2011 að gefa 20 % afslátt frá gjaldskrá gatnagerðargjalda, ákvæðið er afturvirkt frá 1. janúar 2011 og mun gilda til 30. júní 2012. Lækkunin er nú komin inn í gjaldskrána.
Sjafnargata: Deiliskipulag og mæliblöð, Sjafnargata 1 og 2 og Sjafnargata 3, 5 og 9
Daggarlundur: Deiliskipulag, skilmálar og dýptartölur
Tónatröð: Deiliskipulag og skilmálar
Miðholt: Deiliskipulag og skilmálar
Tjarnartún og Krókeyrarnöf: Deiliskipulag og skilmálar
Krossaneshagi: Skoða mæliblað 4933, mæliblað 4942, mæliblað 4932, mæliblað 4941, skipulagsuppdrátt, skilmála.
Naustahverfi, reitur 1 og 2: Skoða afstöðu, dýptartölur, skipulagsuppdrátt, skilmálar, skilmálar N-hús.
Jaðarsíða: Skoða afstöðu, dýptartölur, deiliskipulag og skilmála.
Aðrar lausar lóðir
- Enginn umsóknarfrestur:
Akureyri:
Einbýlishúsalóðir við Daggarlund 1, 3, 5, 7, 11, 13, 2, 4, 6 og 8.
- áælað er að lóðirnar við Daggarlund verði byggingarhæfar í byrjun október í haust. Sjá deiliskipulag og skilmála hér að ofan undir upplýsingar. Sjá númer á lóðum.
Aðrar einbýlishúsalóðir:
1 hæð
Jaðarsíða 5
Jaðarsíða 1
Jaðarsíða 2
Bjarkarlundur 2
1 hæð -
Miðholt 1
Miðholt 3
Miðholt 5
Miðholt 7
(húsgerð E1)
Miðholt 9
1-2 hæðir
Tjarnartún 21
Tjarnartún 25
Tjarnartún 29
Tjarnartún 27
2 hæðir
(Engin laus)
2 hæðir + ris
(Engin laus)
3 hæðir + ris
húsgerð E2
Tónatröð 2
Tónatröð 14
Tónatröð 4
Tónatröð 10
Tónatröð 12
Parhús:
1 hæð
(Engin laus)
2 hæðir
Sómatún 33 - 35
Tvíbýlishús:
x hæðir
(Engin laus)
Raðhús:
1 hæð
Jaðarsíða 11-15
Jaðarsíða 17-23
2 hæðir
Hamratún 11-23
húsgerð C
Sómatún 9-21
Raðhús/fjölbýli:
2 hæðir
Heiðartún 2-12
Fjölbýli:
3 hæðir
Ásatún 12-18
Ásatún 20-26
Ásatún 28-32
2 hæðir
Engin laus
3 og 5 hæðir
Kjarnagata 55 - 59 (14 íb)
4 hæðir
Hólmatún 3-5
Verslun og þjónusta:
2 hæðir
Hólmatún 1
Bílaþjónusta
Sjafnargata 2
Iðnaðar- og atvinnulóðir:
Goðanes 1
Goðanes 3
Goðanes 14
Goðarnes 18
Sjafnargata 1
Goðanes 7
Njarðarnes 12
Sjafnargata 5
Sjafnargata 9
Goðanes 5
Baldursnes 5
Baldursnes 7
b.magn 2160 fm
Lóðir í miðbæ:
(Engin laus)
Verbúð:
(Engin laus)
Hesthúsalóðir í Hlíðarholtshverfi:
Smáraskjól 1
Smáraskjól 2
Smáraskjól 3
Smáraskjól 4
Smáraskjól 5
Smáraskjól 6
Smáraskjól 7
Smáraskjól 8
Lóðir í Hrísey (skoða afstöðumynd):
Einbýlishús:
1 hæð
Austurvegur 17
Austurvegur 19
Austurvegur 21
2 hæðir
Austurvegur 15
Frístundahús:
Eyjabyggð 2
Eyjabyggð 8
Eyjabyggð 11
Eyjabyggð 14
Eyjabyggð 3
Eyjabyggð 5
Eyjabyggð 9
Eyjabyggð 10
Eyjabyggð 12
Eyjabyggð 13
Eyjabyggð 15
Austurvegur 51
Austurvegur 52
Austurvegur 53
Austurvegur 55
Austurvegur 41
Austurvegur 46
Austurvegur 48
Austurvegur 44
Verbúðir:
Ægisgata 5
Iðnaðar- og atvinnulóðir:
(Engin laus)
Skipulagsstjóri (skipulags- og byggingarfulltrúi) |
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyringum-fjolgar | Akureyringum fjölgar
Hagstofa íslands birti nú á dögunum niðurstöður búferlaflutninga eftir sveitarfélögum á tímabilinu janúar til júní 2002. Á Akureyri fjölgaði íbúum um 61, vegna flutninga en þá er ótalið fjölgun vegna fæðinga.
Þessar niðurstöður eru í samræmi við væntingar stjórnvalda um fjölgun í bænum. Tölur um búferlaflutninga eru birtar þrisvar sinnum á ári og síðustu tvo ár hefur tala aðfluttra verið hærri en brottfluttra heilt yfir árin, þó svo að sveiflur séu eftir árstímum. Aðspurður segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri ekki ástæðu til að ætla annað en að raunin verði sú sama í ár.
Flestir aðfluttir koma frá nágrannasveitarfélögum en einnig er áberandi hversu margir fluttu hingað erlendis frá eða 70 manns á móti 55 sem fluttu frá Akureyri til útlanda.
Mikið var um flutninga innan bæjar en tæplega 1000 manns fluttu á milli húsa hér í bæ. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/landsmot-skata-sett-i-kvold | Landsmót skáta sett í kvöld
Landsmót Skáta verður sett í dag 16. júlí. Setningarathöfnin fer fram á hátíðarsvæðinu að Hömrum og er áætlað að hún hefjist klukkan 20.30.
Þema mótsins að þessu sinni verða álfar og tröll. Búist er við því að Landsmótið að Hömrum verði það fjölmennasta hingað til, en von er á 4000 - 5000 gestum þá daga sem mótið stendur yfir. Fjöldi erlendra gesta verður einnig tölverður frá ríflega 30 þjóðlöndum.
Meginhluti dagskrárinnar fer fram á mótssvæðinu að Hömrum en auk þess verða í boði verkefni í göngufæri frá mótsstað og lengri ferðir. Það ætti því ekki að fara fram hjá nokkrum Akureyringi eða gestum á svæðinu að Landsmót skáta fer fram þessa viku. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjolskylduskemmtun-um-verslunarmannahelgina | Fjölskylduskemmtun?um verslunarmannahelgina
Fjölskylduhátíðin "Ein með öllu!" verður haldin á Akureyri um verslunarmanna-helgina annað árið í röð. Hagsmunafélagið Vinir Akureyrar stendur fyrir hátíðinni með þátttöku fjölmargra fyrirtæka heima og að heiman.
Dagskráin og sú afþreying sem í boði er er skipulögð með það í huga að þar finni allir eitthvað við sitt hæfi, segir í fréttatilkynningu Fremri kynningarþjónusta sem hefur skipulagt hátíðina og heldur utanum framkvæmd hennar, fyrir hönd Vina Akureyrar.
Markmið Vina Akureyrar er að halda fjölskylduhátíð af bestu gerð, þar sem allir aldurshópar geti fundið fjölbreytta skemmtun og afþreyingu við sitt hæfi. Fólk á öllum aldri er velkomið til bæjarins og að sjálfsögðu er líka vonast eftir virkri þátttöku bæjarbúa. Stefnt er að því að fjölskylduhátíðin "Ein með öllu!" fari vel fram í alla staði þannig að tryggt verði að á Akureyri geti heilu fjölskyldurnar skemmt sér saman og allir fundið eitthvað við sitt hæfi án þess að leggja sig í hættu.
Dagskrá Listasumars á Akureyri verður að sjálfsögðu í fullum gangi um Verslunarmannahelgina sem og allir þeir möguleikar til afþreyingar og skemmtunar sem að jafnaði standa til boða á Akureyri allt sumarið og jafnvel allt árið. Má þar nefna fjölbreytt úrval safna og sýningarsala, sumartónleika í Akureyrarkirkju, sýningar í kvikmyndahúsum bæjarins, sundlaugar á Akureyri og í nágrenni, Lystigarðinn og útivistarsvæðið í Kjarnaskógi, frábær veitingahús af öllum stærðum og gerðum, fagra náttúru, skemmtilegt fólk og gott veður! Að auki verða fjölmargar verslanir opnar alla helgina. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/godir-gestir-snua-aftur | Góðir gestir snúa aftur
Við Torfunefs bryggjuna liggur nú skútan Driver sem er í eigu hjónanna Dave og Jaja Martin sem hafa siglt um heimin í 20 ár. Dave og Jaja eru bandarísk að uppruna en hafa ferðast um heimshöfin sjö í nálægt 20 ár og m.a. farið tvisvar í kringum hnöttinn. Með þeim ferðast þrjú börn þeirra á aldrinum 8 - 12 ára, þau Chris, Holly og Teiga sem fædd eru og uppalin á skútunni. Fjölskyldan hafði vetursetu hér á Akureyri fyrir fjórum árum og gengu tvö elstu börnin þá í skóla hér á Akureyri. Dave og Jaja hafa nýverið gefið út bók um siglingar sínar sem nefnist ,,Into the Light" þar sem þau fara mjög lofsamlegum orðum um Ísland og Akureyri en þetta er í þriðja sinn sem þau heimsækja Ísland. Leið þeirra liggur nú til Grænlands.
Ljósmynd: mbl.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/megas-i-deiglunni | Megas í Deiglunni
"Ef ég fæ einhverja tvo, þrjá heimamenn með mér í slaginn, þá er ég "game"," var haft eftir Megasi, þegar rætt var við hann um að halda tónleika á Akureyri í sumar.
Fjögur ár eru liðin frá því Megas hélt síðast tónleika á Akureyri og var þá einnig með hljóðfæraleikara úr hópi heimamanna sér til aðstoðar. Þeir sem spila með honum að þessnu sinni eru: Davíð Þór Helgason, kontrabassa, Ólafur Haukur Árnason, gítar, Orri Harðarson, gítar og Jóhann Friðriksson, slagverk. Tónlistin sem flutt verður er bæði gömul og ný og þar á meðal eitthvað óútgefið.
Tónleikarnir verða í Deiglunni föstudagskvöldið 19. júlí kl. 21.30, en þar stendur nú yfir sýning á verkum Megasar undir yfirskriftinni "Megas - margmiðlunarsýning".
Það verður því alveg einstakt að fá á sama tíma hvoru tveggja að njóta mynd- og tónlistar þessa margmiðla listamanns. Þess skal einnig getið, að þetta er í fyrsta skipti í að minnsta kosti 15 ár sem hægt er að kaupa myndverk eftir Megas, en tuttugu og ein mismundandi mynd er til sölu, sjálfsmyndir og gámamyndir frá árunum 1984-85. Einnig er bókin um Megas fáanleg á sýningunni og tónleikunum á sérstöku tilboðsverði.
Miðaverð á tónleikana er 2000 krónur og er forsala í síma 466-2609. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/vel-heppnad-landsmot | Vel heppnað landsmót
Landsmóti skáta að Hömrum við Akureyri var slitið kl. 13.30 í dag að viðstöddu fjölmenni. Forsvarsmenn landsmótsins eru afar ánægðir með það hvernig til tókst og segir Ásgeir Hreiðarsson, umsjónarmaður svæðisins, að Hamrar hafi nú fest sig í sessi sem líklegur vettvangur fyrir landsmót skáta í framtíðinni til jafns við Úlfljótsvatn þar sem landsmótin hafa flest verið haldin. Frekari upplýsingar um landsmótið er að finna á slóðinni www.scout.is/landsmot. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyjar-tolvur-fyrir-stofnanir-og-skola-baejarins | Nýjar?tölvur fyrir stofnanir og skóla bæjarins
Akureyrarbær hefur keypt 99 vinnustöðvar og 11 fartölvur af EJS fyrir skóla og stofnanir bæjarins. Vinnustöðvarnar eru af gerðinni Dell Optiplex GX50 eru með Celeron 1200 MHz örgjörva. Fartölvurnar eru af gerðinni Latitude C610 og eru með PIII 1000 MHz örgjörva. Akureyrarbær valdi Dell að undangenginni ítarlegri vinnu þar sem verð og gæði vélanna, þjónusta og áreiðanleiki var haft að leiðarljósi.
Á myndinni eru frá vinstri, Árni Þór Freysteinsson, innkaupastjóri Akureyrarbæjar, sem hafði yfirumsjón með útboðinu, Halla Margrét Tryggvadóttir, fjármálstjóri Akureyrarbæjar, sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd bæjarins og Reynir Stefánsson, sölufulltrúi EJS á Akureyri. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/laxness-og-neruda-i-deiglunni-heimur-ljodsins-2002 | Laxness og Neruda í Deiglunni - Heimur ljóðsins 2002
Föstudagskvöldið 26. júlí verður verður haldið kvæðakvöld í Deiglunni í Listagili þar sem Þorsteinn Gylfason og Tómas R. Einarsson flytja ljóð Nóbelsskáldanna Halldórs Kiljans Laxness og Pablo Neruda, og kynna tónlist sem tengist þeim og verkum þeirra. Dagskráin hefst kl. 21.00.
Ljóðadagskráin "Heimur ljóðsins" hóf göngu sína í Listagili á Akureyri síðsumars 1998. Þá í umsjá Arthúrs Björgvins Bollasonar, sem hafði með sér rithöfundana Steinunni Sigurðardóttur og Guðmund Andra Thorsson - og allir muna sem á hlýddu. Þarna voru eingöngu flutt erlend ljóð, frá ýmsum tímum og menningarsvæðum og tónlist leikin af hljómplötu.
Árin 1999 - 2000 og 2001 sá Þorstein Gylfason um að ljúka upp "Heimi ljóðsins" fyrir Akureyringum og gestum þeirra. Tónlistarflutningin þessi þrjú ár önnuðust þau Sif Ragnhildardóttir, Michael Jón Clarke og Richard Simm.
Óhætt er að segja að framlag þeirra Arthúrs Björgvins, Þorsteins og liðsmanna þeirra til kynningar ljóðlistinni á Akureyri sé ómetanlegt og ljóða og tónavökur þeirra, sem einnig hafa verið mikil upplifun fyrir tónlistarunnendur, hafi verið meðal veglegustu viðburða á dagskrá Listasumars. Það ber ekki síst að þakka tónlistarfólkinu góða, sem hefur unnið hug og hjörtu gesta í "Heimi ljóðsins". Og nú eru þau komin einu sinni enn, Sif Ragnhildardóttir - Micheal Jón Clarke og Richard Simm.
Tómas R. Einarsson, sem nú er félagi Þorsteins um ljóðavökuna "Heim ljóðsins" er ef til vill þekktastur sem tónlistarmaður, þó vita margir að hann er mikill bókmenntamaður; hefur dvalið langdvölum í spænskumælandi löndum og þekkir spænskar og suðuramrískar bókmenntir flestum betur, hér um slóðir. Ekki síst chilenska skáldið Pablo Neruda, en Tómas hefur þýtt nokkur af ljóðum þess.
Nóbelsverðlaunahöfundurinn Pablo Neruda er mörgum kunnur hér, sem skáldið í kvikmyndinni fallegu "Il Postino" - eða "Póstmaðurinn" - sem var sýningarheiti hennar hér á landi.
Halldór Kiljan Laxness þarf væntanlega ekki að kynna fyrir bókmenntaunnendum, þó er ekki víst að allir aðdáendur hans geri sér fullljóst hve mikið ljóðskáld hann var. Það ætti að verða öllum ljóst sem heimsækja "Heim ljóðsins" í Listagili 26. júlí nk. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/milli-godsagnar-og-veruleika-wijdan-ali-prinsessa-heldur-fyrirlestur | Milli goðsagnar og veruleika - Wijdan Ali prinsessa heldur fyrirlestur
Hennar konunglega hátign Wijdan Ali prinsessa frá Jórdaníu heldur fyrirlestur í Deiglunni um þróun og helstu einkenni arabískrar nútímalistar laugardaginn 27. júlí kl. 13.00, en fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við sýninguna "Milli goðsagnar og veruleika - nútímalist frá sextán arabalöndum" sem opnuð verður í Listasafninu á Akureyri þann sama dag kl. 15. Wijdan Ali prinsessa og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra opna sýninguna.
Wijdan Ali er doktor í íslamskri myndlist frá Lundúnaháskóla og formaður Listvinafélags Jórdaníu, jafnframt því sem hún sinnir eigin myndlist. Fyrirlesturinn fer fram á ensku en að honum loknum mun dr. Wijdan Ali svara fyrirspurnum um allt frá arabískri myndlist til ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafsins. Aðgangur er ókeypis. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/liflegt-a-fasteignamarkadi | Líflegt á fasteignamarkaði
Fasteignamarkaðurinn á Akureyri er mjög líflegur um þessar mundir og mikið berst af fyrirspurnum frá fólki sem hefur hug á að setjast að í bænum. Þetta segir fasteignasali á Akureyri og þessu til staðfestingar hefur fasteignaverð hækkað á þessu svæði. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/34-sottu-um-stodu-deildarstjora-ita | 34 sóttu um stöðu deildarstjóra ÍTA
Umsækjendur um stöðu deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar Akureyrarbæjar voru 34 en umsóknarfrestur rann út á sunnudag. Þeir sem sóttu um eru: Árni Birgisson Selfossi, Björgúlfur Þórðarson Akureyri, Einar Birgir Kristjánsson Akureyri, Einar Þór Karlsson Kópavogi, Finnur M. Gunnlaugsson Akureyri, Finnur V. Bjarnason Akureyri, Gísli Baldvinsson Akureyri, Guðfinnur H. Þorkelsson Kópavogi, Guðmundur Ævar Oddsson Akureyri, Helga Björg Ragnarsdóttir Reykjavík, Hjalti Sigurbergur Hjaltason Akureyri, Hulda Sigríður Guðmundsdóttir Akureyri, Jón Rúnar Hilmarsson Keflavík, Jón Skjöldur Karlsson Akureyri, Jónas Egilsson Reykjavík, Kjartan Emil Sigurðsson Reykjavík, Kristinn H. Svanbergsson Akureyri, Kristín Ragna Pálsdóttir Garðabæ, María Tryggvadóttir Akureyri, Ómar Kristinsson Akureyri, Pétur Maack Þorsteinsson Reykjavík, Samúel Grímsson Keflavík, Sif Ólafsdóttir Borgarnesi, Soffía Gísladóttir Húsavík, Stefán Ingólfsson Akureyri, Tómas Veigar Sigurðarson Akureyri, Tómas Þór Eiríksson Grindavík, Vala Björk Valgeirsdóttir Reykjavík, Valbjörg Bergland Fjólmundsdóttir Akureyri, Viðar Sigurjónsson Akureyri, Vignir Þór Jónsson Reykjavík, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Reykjavík, Þorvaldur Makan Sigbjörnsson Akureyri, Þorvaldur Þorsteinsson Akureyri. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/thriggja-ara-ferdalag | Þriggja ára ferðalag
Inn á bæjarstjórnarskrifstofur komu í dag tveir vinalegir náungar, en heldur undarlegir til fara, til að fá opinberan stimpil bæjarins í þar til gerðar skruddur. Þessir menn eru í fornum klæðum, bera hatt og ganga við staf. Þetta vakti athygli og við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þeir eru að viðhalda þúsund ára gamalli evrópskri hefð sem er á þá leið að eftir að menn hafa lokið iðnnámi sínu þá ferðast þeir um heiminn í þrjú ár. Um árabil var þetta skylda og gátu menn ekki fengið meistaratitil nema hafa lagst í slík ferðalög. Núna er þetta meira til gamans gert og ætlunin fyrst og fremst að menn sjái heiminn og víkki sjóndeildarhringinn. Þessir tveir kumpánar frá Þýskalandi hafa verið á ferðalagi síðustu tvö árin og komið víða. Þeir hafa meðal annars farið til Nýja Sjálands, Spánar, Frakklands, Sviss, Noregs og Danmerkur, og nú eru þeir sem sagt komnir til Akureyrar og ætla að dvelja á Íslandi fram á haust. Aðspurðir um það hvort þetta sé ekki kosnaðarsamt þriggja ára ferðalag, svara þeir því til að þeir vinni tímabundið við iðn sína í þeim löndum sem þeir koma til - og nú er bara að sjá hvernig þeim gengur að fá vinnu við sitt hæfi hér á Íslandi. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-utilistaverk-i-gongugotu | Nýtt útilistaverk í göngugötu
Margir Akureyringar ráku upp stór augu í morgun þegar þeir sáu að búið var að koma fyrir nýju útilistaverki við suðurenda göngugötunnar. Verkið var raunar ekki fullfrágengið þegar meðfylgjandi myndir voru teknar því eftir var að ganga frá stöpli þess.
Listamaðurinn er Stefán Jónsson og kýs hann að kalla verkið Kjarvali 2 (Fjallamjólk). Þeir sem áttu leið hjá í morgun urðu margir himinlifandi og fannst þetta lífga upp á bæjarmyndina, aðrir hengdu haus og hristu hann líka. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/fleiri-en-600-i-leidsagdar-gonguferdir-um-gasir | Fleiri en 600 í leiðsagðar gönguferðir um Gásir
Nú hafa fleiri en 600 manns notið leiðsagnar um Gásir, helsta verslunarstað Norðurlands á miðöldum, þar sem fornleifafræðingar sinna störfum sínum. Gásir eru í um 10 mínútna akstursleið til norðurs frá Akureyri og er beygt niður til hægri hjá Hlíðarbæ. Leiðsagðar gönguferðir um þennan helsta verslunarstað Norðurlands frá miðöldum verða til 9. ágúst eða meðan á fornleifauppgreftri stendur. Ferðirnar verða farnar frá bílastæðinu á Gáseyri alla daga kl. 11.00, 12.00, 13.00, 14.30 og 15.30. Sérstök kvöldganga með leiðsögn verður farin miðvikudagskvöldið 7. ágúst kl. 19.30. Leiðsögumaður er Ingibjörg Magnúsdóttir og eru allir velkomnir. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/ka-hafdi-betur-i-nagrannaslagnum | KA hafði betur í nágrannaslagnum
Þór mætti KA á Akureyrarvelli í gærkvöldi í fremur dauflegum leik. KA hafði sigur 1:0, líkt og í fyrri leik liðanna fyrr í sumar.
Þórsarar spiluðu betur í fyrri hálfleik en KA áttu nánast allan síðari hálfleik. Eina mark leiksins leit dagsins ljós á 56. mínútu eftir hornspyrnu sem að Jóhann Helgason tók, boltinn rataði beint á enni Neil McGowan sem skallaði knöttinn í mark Þórsara.
Þór er nú í neðsta sæti deildarinnar með 9 stig og hefur tapað fjórum síðustu leikjum. KA er enn í þriðja sæti í deildinni með 19 stig og getur því blandað sér í toppbaráttuna. KA menn eiga næst heimaleik gegn KR og ættu úrslit hans að skera úr um hvort liðið nær að hanga á |
https://www.akureyri.is/is/frettir/ein-med-ollu-almenn-anaegja | Ein með öllu - almenn ánægja
Talið er að fleiri en 5.000 gestir séu á Akureyri um helgina og taki þátt í fjölskylduhátíðinni Ein með öllu. Almenn ánægja er með hátíðarhöldin og hefur allt farið fram með besta móti. Bragi Bergmann hjá Fremri kynningarþjónustu segir að um 1.500 manns séu á tjaldstæðum bæjarins, reikna megi með að annar eins fjöldi sé á hótelum og gististöðum, gestir séu eflaust á þriðja hverju heimili í bænum og því sé það mjög hófleg ágiskun að segja að gestir á hátíðinni séu 5-6.000. Hann á ennfremur von á að enn fjölgi í bænum núna á laugardag. Allir sem að hátíðinni standa eru ánægðir með það hvernig til hefur tekist og lögreglan hefur ekki þurft að hafa teljandi afskipti af neinum. Dagskrá fjölskylduhátíðarinnar Ein með öllu er að finna hér til hliðar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/i-takti-vid-lifid-lifandi-fjolskyldustemning-a-akureyri | Í takti við lífið - Lifandi fjölskyldustemning á Akureyri
Fólk á öllum aldri, Íslendingar og ferðamenn frá öllum heimshornum, skemmti sér prýðilega á Ráðhústorginu á Akureyri á laugardagskvöld og skein gleðin úr hverju andliti. Talið er að vel yfir 5.000 gestir séu á fjölskylduhátíðinni Ein með öllu og það leynir sér ekki að stemningin er mjög góð. Veður hefur verið milt og gott, einstaka hitaskúr inn á milli, en hlýtt og yfirleitt lygnt. Þegar fréttaritari Akureyri.is var á ferðinni á Ráðhústorgi var kántríkóngur Dalvíkur, Gísli Jóhannsson, á sviðinu með bandaríska flokknum sínum Gis and the Big City og var þeim vel tekið eins og sjá má (smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfur).
Allir saman nú - lifandi fjölskyldustemning.
Og allir skemmtu sér vel!
Það er alltaf pláss fyrir eitt lítið hlaupahljól.
Kántríkóngur Dalvíkur - Gis and the Big City.
Að vera í takt við tímann...
Alveg búinn á því - get ekki meir...
Og allt fór vel fram. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/styttir-upp-um-sidir-fjolmenni-a-flugeldasyningu | Styttir upp um síðir! - Fjölmenni á flugeldasýningu
Eins og víðast hvar á landinu, var eins og hellt væri úr fötu á Akureyri um miðjan dag. En þegar leið að lokahátíð stytti upp og mörg þúsund manns voru saman komin á íþróttavellinum til að fylgjast með skemmtiatriðum og horfa á flugeldasýningu. Enn og aftur sýndi sig að Ein með öllu er ósvikin fjölskylduhátíð og þrjár hverfaskrúðgöngur hittust á Akureyrarvelli þar sem tekið var til við að syngja stúkusöng að hætti Norðlendinga undir stjórn Arnar Viðars Birgissonar. Veður var milt og hátíðinni var slitið með glæsilegri flugeldasýningu björgunarsveitarinnar Súlna. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/sol-eg-sa-aldarafmaeli-steindors-steindorssonar-fra-hlodum | Sól ég sá - Aldarafmæli Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum
Mánudaginn 12. ágúst næstkomandi klukkan 17.00 verður opnuð á lestrarsal Amtsbókasafnsins á Akureyri sýningin: Sól ég sá - aldarafmæli Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum. Sýningin er samstarfsverkefni Héraðsskjalasafnsins og Amtsbókasafnsins á Akureyri. Meðal annars verða sýndar myndir og munir úr eigu Steindórs, handrit að greinum og bókum, ræður, ljóð, bækur sem Steindór skrifaði, þýddi eða hafði forgöngu um að gefa út o.fl. Auk þess verða sýndar plöntur úr plöntusafni Steindórs og verkfæri sem hann notaði við vísindastörf sín. Sýningin mun standa út ágústmánuð og er öllum opin. Steindór fæddist 12. ágúst 1902 og var kjörinn heiðursborgari Akureyrar frá og með 16. janúar 1994. Hann lést á Akureyri 26. apríl 1997. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/fjorir-metrar-i-naestu-sulu | Fjórir metrar í næstu súlu
Breyting á lögreglusamþykkt fyrir Akureyri vegna nektardansstaða öðlaðist formlegt gildi 31. júlí sl. með birtingu í Stjórnartíðindum. Þar með hefur verið lagt blátt bann við einkadansi og strangar takmarkanir eru lagðar á hinn svokallaða súludans. Nýrri málsgrein hefur verið bætt við 29. gr. lögreglusamþykktarinnar og er hún svohljóðandi: "Á veitingastað með reglubundna skemmtistarfsemi þar sem heimilt er að sýna nektardans (næturklúbbar), er lagt bann við hvers konar einkasýningum og einkadansi. Dansatriði skulu einungis fara fram á einu afmörkuðu svæði í veitingasal þar sem tryggt er að fjarlægð milli dansara og áhorfenda sé a.m.k. 4 metrar. Dönsurum er óheimilt að fara um á meðal áhorfenda." Breytingin á lögreglusamþykkt fyrir Akureyri var samþykkt í bæjarstjórn Akureyrar 18. júní sl. með 11 samhljóða atkvæðum. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/risafiskur-ur-eyjafjardara | Risafiskur úr Eyjafjarðará
Þrátt fyrir að sjóbleikjuveiðin á Norðurlandi hafi hvorki verið fugl né fiskur síðustu vikurnar þá gerast kraftaverkin enn. Þennan boltahæng veiddi Kjartan Þorbjörnsson í Eyjafjarðará, nánar tiltekið í Munkaþverárósi, á miðvikudag. Slíkir boltafiskar hafa komið nokkrir upp úr Eyjafjarðará síðustu árin og sá stærsti var 10,5 pund, líklega veiddur 1997 eða svo. Þessi fiskur reyndist vera 8,6 pund og 70 sm langur. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/handverkshatidin-ad-hrafnagili | Handverkshátíðin að Hrafnagili
Hin árlega handverkssýning að Hrafnagili var sett í gær að viðstöddu fjölmenni og var forseti Íslands á meðal gesta. Þetta er í tíunda sinn sem slík sýning er haldin og stendur hún í fjóra daga.
Handverkssýningar að Hrafnagili hafa í gegnum árin markað þá stefnu að vera vettvangur fyrir allt handverksfólk, hvort sem það er að sýna handverk sitt í fyrsta sinn eða er lengra komið í framleiðslu og markaðssetningu. Aðsókn að sýningunum hefur verið góð og hana sækja árlega þúsundir gesta víðsvegar af landinu. Sýningunni lýkur sunnudaginn 11. ágúst. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-islandsmeistaratitill-i-baeinn | Nýr Íslandsmeistaratitill í bæinn
Sigurpáll Geir Sveinsson, Golfklúbbi Akureyrar, tryggði sér í gær sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í golfi á Strandarvelli á Hellu. Sigurpáll lék af miklu öryggi og lauk keppni á 9 höggum undir pari. Í kvennaflokki sigraði Ólöf María Jónsdóttir GK. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/mikill-ahugi-a-vadlaheidargongum | Mikill áhugi á Vaðlaheiðargöngum
Húsfyllir var á kynningarfundi um Vaðlaheiðargöng sem Eyþing hélt á Hótel KEA í gær. Stefnt er að því að stofna hlutafélag um gerð jarðgangna og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og stjórnarformaður Eyþings, segist vænta þess að það verði gert fyrir lok þessa árs. Gísli Gíslason, formaður stjórnar Spalar, lýsti undirbúningi og gerð Hvalfjarðarganganna, kostnaðarliðum og reynslu af veggjaldi. Mikill hugur var í fundarmönnum og almenn bjartsýni um að senn styttist í göngin í gegnum Vaðlaheiði. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/djassinn-dunar-a-akureyri | Djassinn dunar á Akureyri
Eina alþjóðlega Django djasshátíðin á Íslandi er nú haldin á Listasumri á Akureyri í annað sinn og stendur frá miðvikudeginum 14. ágúst til laugardagsins 17. ágúst. Kveikjan að hátíðinni eru árlegar heimsóknir Robin Nolan Tríós frá 1998. Hátíðin er tileinkuð Django Reinhardt og tónlist hans, en sígauninn Django Reinhardt er af mörgum talinn einn snjallasti djassgítarleikari og djasstónskáld sem uppi hefur verið. Django Jazz 2002 Festival Akureyri er hátíðin sem veitir Íslendingum tækifæri til að sækja slíkan heimsviðburð á heimaslóð, sem veitir aðdáendum beggja vegna Atlantshafs tækifæri til þess að mætast á miðri leið.
Námskeið þeirra Robin Nolan Trio félaga í Tónlistarskólanum á Akureyri hafa verið mjög árangursrík og vinsæl. Þeir halda sitt fimmta námskeið í Tónlistarskólanum á Akureyri dagana 14. - 17. sem lýkur með sameiginlegum tónleikum á innigötu Glerártorgs eftir hádegi laugardaginn 17. ágúst, en úti ef veður og aðstæður leyfa. Fyrstir til að stíga á stokk á Django Jazz hátíð verða þeir félagar og vinir Akureyrar í Robin Nolan Trio í Ketilhúsinu fimmtudagskvöldið 15. ágúst kl. 21.30. Forsala aðgöngumiða er í Pennanum, Bókval og Glerártorgi og er verð aðgöngumiða kr. 1500. Á föstudagskvöldið 16. ágúst mæta fimmmenningarnir í Hot Club of San Francisco með gítaristanum fræga Paul Mehling í broddi fylkingar í Ketilhúsið kl. 21.30. Miðaverð kr. 1500. Rúsínan í pylsuendanum verður svo á Glerártorgi á laugardagskvöld þegar allir tónlistarmennirnir bjóða til Django veislu, og hafa þá bæst í hópinn aðrir snillingar einsog Björn Thoroddsen, Randy Greer, Paul Weeden og Akureyrartríóið Hrafnaspark. Miðaverð á tónleikana á Glerártorgi er kr. 2000. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/tillaga-ad-breytingum-a-adalskipulagi-1998-2018-verslunar | Tillaga að breytingum á aðalskipulagi 1998-2018: Verslunar- og þjónustulóðir í og við Giljahverfi
Stækkun lóðar við gatnamót Hlíðar- og Borgarbrauta, breyting verslunarlóðarinnar Kiðagil 1 í íbúðarlóð. Athugasemdafrestur til 27. september 2002 |
https://www.akureyri.is/is/frettir/grunnskolar-akureyrar-90-kennara-rettindafolk | Grunnskólar Akureyrar: - 90 % kennara réttindafólk
Vel hefur gengið að ráða í lausar kennarastöður við Grunnskóla Akureyrar og er nú svo komið að yfir 90% kennara er réttindafólk. Kennarar og annað starfsfólk er mætt til starfa eftir sumarið til þess að undirbúa komu barnanna. Foreldrar eru hvattir til að fylgja börnum sínum í skólann og einnig að kynna sér starfsemi skóla barna sinna sem meðal annars er hægt að gera á heimasíðu bæjarins, þaðan er tenging á heimasíður skólanna sem og tenging á heimasíðu Skóladeildar Akureyrarbæjar. Nemendur skulu koma í skólana mánudaginn 26. ágúst nk. sem hér segir:
Allir grunnskólar Akureyrar:
Nemendur í 2., 3. og 4. bekk klukkan 9.00.
Nemendur í 5., 6. og 7. bekk klukkan 10.00.
Nemendur í 8., 9. og 10. bekk klukkan 11.00.
Sérdeild Giljaskóla: Nemendur mæti klukkan 09.00.
Hlíðarskóli: Nemendur mæti klukkan 09.00.
Nemendur Brekkuskóla mæti á sal skólans í efra húsi. Börn sem fara í 1. bekk verða boðuð sérstaklega með bréfi til viðtals í skólunum ásamt aðstandendum sínum.
Foreldrar sem sótt hafa um skólavistun fyrir börn sín í 1.- 4. bekk staðfesti umsókn sína fyrir skólabyrjun. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/kristinn-h-svanbergsson-radinn-deildarstjori-ita | Kristinn H. Svanbergsson ráðinn deildarstjóri ÍTA
Meirihluti íþrótta- og tómstundaráðs samþykkti á fundi í morgun að ráða Kristinn H. Svanbergsson í stöðu deildarstjóra ÍTA og var sviðsstjóra falið að ganga frá ráðningunni. Kristinn lauk námi í íþróttafræðum frá Bosön íþróttaháskólanum í Svíþjóð og hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands, yfirverkefnastjóri hjá EJS og sölu- og markaðsstjóri Mekka-tölvulausna. Kristinn tekur til starfa sem deildarstjóri ÍTA mánudaginn 26. ágúst nk.
Sjá fundargerð ÍTA 20.8.2002. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/afmaeli-akureyrarbaejar-og-menningarnott-29-og-31-agust | Afmæli Akureyrarbæjar og Menningarnótt - 29. og 31. ágúst
Mikið verður um að vera í tengslum við 140 ára afmæli Akureyrarbæjar og Menningarnóttina á Akureyri sem markar lok Listasumars 2002. Farandhljómsveit verður á ferðinni um bæinn á sjálfan afmælisdaginn, fimmtudaginn 29. ágúst, og sérstaklega verður haldið upp á tímamótin í Lystigarðinum laugardaginn 31. ágúst. Síðdegis þann sama dag flyst dagskrá hátíðarhaldanna í miðbæinn þar sem boðið verður upp á listsýningar af ýmsu tagi, götuleikhús, andlitsmálningu fyrir börnin, hátíðartónleika og fleira og fleira. Verslanir verða opnar í miðbænum og dagskránni lýkur síðan með flugeldasýningu kl. 23.00 um kvöldið. Það eru Akureyrarbær, Gilfélagið og Miðbæjarsamtökin sem standa að hátíðarhöldunum. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/ferdakaupstefnan-vestnorden-a-akureyri | Ferðakaupstefnan Vestnorden á Akureyri
Mikill fjöldi gesta víðsvegar að úr heiminum verður á Akureyri í tengslum við ferðakaupstefnuna Vestnorden sem haldin verður 10. - 12. september nk. Mestallt gistirými í bænum er nú þegar bókað. Kaupstefnan hefur tvisvar áður verið haldin á Akureyri, síðast 1997, en á Vestnorden kynna ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi það sem þeir hafa upp á að bjóða. Flest stærstu ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi taka þátt í sýningunni en einnig koma til bæjarins viðskiptavinir frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Kanada, Japan og fjórtán Evrópulöndum. Þessi kaupstefna er mjög mikilvæg fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum, og það að hún skuli haldin hér í bæ gefur Akureyringum og raunar Norðlendingum öllum gott tækifæri til markaðssetningar á bænum og næsta nágrenni hans.
Heimasíða ferðakaupstefnunnar Vestnorden 2002. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjallinn-opnadur-aftur-eftir-gagngerar-breytingar | Sjallinn opnaður aftur eftir gagngerar breytingar
Hinn fornfrægi skemmtistaður Sjallinn á Akureyri verður opnaður aftur næsta laugardagskvöld eftir gagngerar breytingar. Iðnaðarmenn hafa verið á þönum um húsið síðustu vikur og núna er lokaspretturinn að nálgast, allt þarf að vera klappað og klárt eftir tvo sólarhringa. Þegar við litum inn í Sjallann síðdegis á fimmtudag, virtist óravegur í að hægt yrði að opna húsið að nýju en Þórhallur Arnórsson, sem tekið hefur við rekstri Sjallans, var brattur og sagði að þetta væri allt að smella saman. Húsið verður opnað á miðnætti næsta laugardagskvöld og hljómsveitin Land & synir heldur uppi fjörinu. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/gatnaframkvaemdum-vid-samkomuhusid-frestad | Gatnaframkvæmdum við Samkomuhúsið frestað
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær að verða við ósk leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, Þorsteins Bachmann, um að fyrirhuguðum gatna- og lagnaframkvæmdum í Hafnarstrætinu við Samkomuhúsið verði frestað. Í fundargerð bæjarráðs segir orðrétt: "Leikfélag Akureyrar hefur nú þegar hafið nýtt leikár og æfingar komnar í gang og því ljóst að um verulega röskun á starfseminni yrði að ræða. Í ljósi aðstæðna samþykkir bæjarráð að fresta framkvæmdum til næsta vors. Vegna þessara breyttu forsendna hafnar bæjarráð fram komnum tilboðum í verkið og ákveður að það skuli boðið út að nýju í byrjun næsta árs." Fundargerð bæjarráðs. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/svifbraut-i-hlidarfjalli-breyting-a-deiliskipulagi | Svifbraut í Hlíðarfjalli - Breyting á deiliskipulagi
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með breytingu á deiliskipulagi Svifbrautar í Hlíðarfjalli skv.25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b.
Breytingar frá fyrra uppdrætti felast eingöngu í stækkun bílastæða við Skíðastaði.
Tillöguuppdráttur mun hanga uppi almenningi til sýnis í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til 9. október 2002, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16.00 miðvikudaginn 9. október 2002 og skal athugasemdum skilað til umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar |
https://www.akureyri.is/is/frettir/fyrirtaeki-a-akureyri-stydja-vernhard | Fyrirtæki á Akureyri styðja Vernharð
Stofnaður hefur verið bakhjarlahópur Vernharðs Þorleifssonar júdókappa frá Akureyri með það að markmiði að gera honum kleift að einbeita sér að íþrótt sinni og æfa og keppa við bestu aðstæður fram yfir Ólympíuleikana 2004.
Fjölmörg fyrirtæki á Akureyri mynda bakhjarlahópinn og greiða fasta upphæð til Vernharðs mánaðarlega. Í bakhjarlahópnum eru Bónus, Hagkaup, 10-11, Greifinn, Íslensk verðbréf, KEA, Sparisjóður Norðlendinga, Útgerðarfélag Akureyringa, Blikkrás og Norðurmjólk. Auk þessara fyrirtækja ber að nefna Kj. Kjartansson hf. íþróttavörudeild sem sér honum fyrir íþróttafatnaði, Skrín sem hýsir heimasíðu Vernharðs, Radionaust sem útvegar honum tölvu og myndbandstökuvél og Fremri kynningarþjónusta sem hefur annast undirbúning og kynningu á bakhjarlahópnum. Nokkur fyrirtæki á Akureyri hafa stutt Vernharð með þjónustu við hann en það eru (Myndrún (ljósmyndun), Ásprent/POB (umbrot) og Pedromyndir (myndvinnsla). Síðast en ekki síst ber að geta þess að Vernharð fær myndarlegan fjárstyrk frá Akureyrarbæ
Vernharð hyggst vera í góðu sambandi við starfsfólk áðurgreindra fyrirtækja sem og aðra aðdáendur sína og stuðningsmenn hvort sem hann er við æfingar eða á keppnisferðum erlendis. Í því skyni er nú unnið að uppsetningu heimasíðu Vernharðs þar sem hann ætlar að upplýsa um gang mála hjá sér við æfingar og keppni. Heimasíðan verður væntanlega komin í loftið um mánaðamótin. Slóðin er www.vennijudo.com.
Allur undirbúningur Vernharðs að undanförnu og næstu misserin miðast við keppni á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 en áður en að þeim kemur glímir hann á fjölmörgum stórmótum, meðal annars tveimur Evrópumótum og einu heimsmeistaramóti.
Nú er um hálft ár þangað til úrtökumótin fyrir Ólympíuleikana 2004 hefjast. Undirbúningur Vernharðs fyrir þau mót er forgangsverkefni næstu mánaða og munu allar hans æfingar miðast við úrtökumótin og síðan í beinu framhaldi Heimsmeistaramótið sem haldið verður í Japan á næsta ári þar sem Vernharð hefur sett stefnuna á verðlaunasæti. Vernharð æfir nú af kappi á Akureyri og undirbýr sig fyrir átökin á komandi keppnistímabili sem hefst í byrjun október. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/storafmaeli-akureyrarbaejar | Stórafmæli Akureyrarbæjar
Íbúar Akureyrar fagna 140 ára afmæli bæjarins í dag. Farandhljómsveitin Blásól hóf leikinn hjá Útgerðarfélagi Akureyringa kl. 8.40 í morgun og heldur áfram leik og söng víða um bæinn fram eftir degi. Aðalhátíðarhöldin fara hins vegar fram á laugardag í tengslum við Menningarnótt, uppskeruhátíð Listasumars 2002.
Smelltu hér til að skoða dagskrána.
Hljómsveitin Blásól skemmti starfsfólki ÚA í morgun.
Skúli Gautason, Arna Valsdóttir, Þórhildur Örvarsdóttir og Kormákur Bragason skemmta í miðbæ Akureyrar á 140 ára afmælinu.
Sagnfræðingurinn Jón Hjaltason hefur tekið saman ágrip af sögu bæjarins í tilefni afmælisins þar sem segir:
Akureyrar er fyrst getið árið 1562. Þá var kveðinn upp dómur á eyrinni yfir konu sem hafði sængað hjá karli á þess að hafa til þess giftingarvottorð. Réttum 216 árum síðar, eða 1778, reis fyrsta íbúðarhúsið á Akureyri. Aðeins átta árum seinna varð Akureyri kaupstaður í fyrra sinnið að undirlagi konungs sem vildi með því efla hag Íslands. Íbúar Akureyrar voru þá tólf talsins. Allt fór þetta meira og minna í vaskinn hjá kóngi, enginn vaxtarkippur hljóp í kaupstaðinn og 1836 missti bærinn kaupstaðarnafnbótina og endurheimti hana ekki aftur fyrr en 1862. Akureyringar voru þá 268.
Aldarfjórðungi síðar var Akureyri orðin miðstöð útgerðar við Eyjafjörð en þegar kom fram á 20. öld glataði bærinn þeim sessi í hendurnar á Siglfirðingum. Akureyri var þó áfram miðstöð héraðsins þar sem verslun og þjónusta stóð í blóma og iðnaður af margvíslegum tagi fór vaxandi.
Drýgstan hluta 20. aldar setti iðnaður Sambands íslenskra samvinnufélaga og Kaupfélags Eyfirðinga sterkan svip á atvinnulíf bæjarbúa. Á Gleráreyrum reis upp iðnaðarþorp þar sem yfir 800 manns störfuðu þegar flest var árið 1986. Aðeins ári síðar riðaði iðnaðarframleiðslan á Gleráreyrum til falls og nú á 140 ára afmæli Akureyrar er þar sáralítinn iðnað að finna en í hans stað er á Gleráreyrum (í gömlu iðnaðarhúsunum) risin öflugasta verslunarmiðstöð Íslands, utan Stór-Reykjavíkur.
Virkjun Glerár 1922 og Laxár 1939 styrkti mjög þróun byggðar á Akureyri. Einnig jarðarkaup bæjaryfirvalda sem hófust 1893 með kaupum á Stóra-Eyrarlandi og Naustum 1902. Rúmri hálfri öld síðar, eða 1. janúar 1955, leiddi þessi landakaupastefna Akureyrar til þess að Glerárþorp var sameinað kaupstaðnum en bærinn hafði þá í áratugi átt jörðina sem þorpið stóð á.
Áratug fyrr, eða í maí 1945, höfðu Akureyringar blásið til nýrrar sóknar í útgerðarmálum þegar Útgerðarfélag Akureyringa var stofnað. Eftir gríðarlegt basl fyrstu áratugina rétti fyrirtækið úr kútnum og er á 140 ára afmælisdegi bæjarins eitt af fjórum öflugustu útgerðarfyrirtækjum landsins, ásamt útgerðarfyrirtækinu Samherja (stofnað 1983) sem einnig er staðsett á Akureyri. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/studningur-vid-sigrunu-mariu | Stuðningur við Sigrúnu Maríu
Vinir Óskars Þórs Halldórssonar og Lovísu Jónsdóttur hafa ákveðið að efna til átaks til stuðnings Sigrúnu Maríu Óskarsdóttur og fjölskyldu hennar í Dalsgerði 1k á Akureyri og reyna þannig eftir mætti að létta þeim róður eftir bílslysið í Danmörku í byrjun júlí sl. Opnaður hefur verið hlaupareikningur í Sparisjóði Svarfdæla til að taka við framlögum.
Framfarir Sigrúnar Maríu hafa verið verulegar undanfarnar vikur og allir sem að því verki koma gera hvað þeir geta til að hún nái sem mestum og bestum bata til frambúðar. Hún er enn sem komið er með skerta hreyfigetu og þarf á hjólastól að halda, hvað sem síðar verður. Það er því ljóst að hennar bíður langt og strangt endurhæfingarferli með tilheyrandi álagi á hana sjálfa og nána aðstandendur.
Slysið og afleiðingar þess hafa bein áhrif á afkomu fjölskyldunnar þar sem saman fara tekjusamdráttur vegna vinnutaps og útgjöld vegna slyssins sem ekki fást bætt eftir tryggingarleiðum. Einnig vega þungt kaup á stórum bíl og nauðsynlegar breytingar á húsnæði (fjölskyldan býr á tveimur hæðum). Hér kemur samhjálpin til sögunnar sem við vonum að muni stuðla að því að draga sem mest úr fjárhagslegu höggi sem fjölskyldan verður óhjákvæmilega fyrir.
· Hlaupareikningur í Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík undir heitinu
Stuðningur við Sigrúnu Maríu og fjölskyldu í Dalsgerði
(1177-26-4242).
· Bankanúmer: 1177
· Höfuðbók: 26
· Reikningsnúmer: 4242
· Kennitala reiknings: 280463-2139
Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík, hefur tekið að sér að vera ábyrgðarmaður stuðningssjóðsins og sjá til þess, ásamt okkur sem myndum frumkvæðishóp átaksins, að fjármunirnir verði notaðir eins og til er stofnað ? auðvitað í samráði við Lovísu og Óskar. Rétt er að taka fram að hver króna sem safnast mun skila sér óskert til viðtakenda. Sparisjóður Svarfdæla ætlar til dæmis að annast umsýslu átaksins án endurgjalds.
Með góðri kveðju og þakklæti,
Gunnar Níelsson (formælandi hópsins), Anna Jóhannesdóttir, Björn Steinar Sólbergsson, Gunnar Larsen, Hrafnhildur Vigfúsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Ingólfur Hauksson, Margrét Jónsdóttir, Rannveig Traustadóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/blomaval-aftur-i-glerhusid | Blómaval aftur í Glerhúsið
Blómaval opnar verslun í Glerhúsinu svokallaða við Hafnarstræti á Akureyri fyrri hluta næsta mánaðar. Hjalti Finnsson hefur verið ráðinn verslunarstjóri en alls verða starfsmenn 8-10 talsins. Að auki mun einkaaðili sjá um veitingarekstur í turni hússins. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að endurbótum húsnæðisins.
Á árunum 1996-1999 var rekin verslun í Glerhúsinu undir nafni Blómavals en verslunin átti þá hlut í félagi sem stóð að þeim rekstri. Hjalti sagði að á Akureyri yrði rekin garðmiðstöð, líkt og fyrir sunnan, þar sem boðið verður upp á afskorin blóm, pottaplöntur, mold, áburð, garðyrkjuverkfæri, útiplöntur og margt fleira. Einnig verður Blómaval umboðsaðili fyrir Tekk vöruhús í Reykjavík, sem selur húsgögn og gjafavörur. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/hamlet-i-mildu-vedri-a-menningarnott | Hamlet í mildu veðri á menningarnótt
Akureyringar fagna 140 ára afmæli bæjarins í mildu og góðu veðri. Um leið er efnt til menningarnætur sem er uppskeruhátíð Listasumars 2002. Fjöldi fólks lagði leið sína í Lystigarðinn eftir hádegið þar sem forseti bæjarstjórnar setti hátíðina, verðlaun voru afhent fyrir fegurstu lóðir bæjarins og þremenningar frá Leikfélagi Akureyrar settu ný og ný met í flutningi leikritsins Hamlets eftir Shakespeare. Góð stemning er í miðbæ Akureyrar og margir á ferðinni að njóta menningar og lista. Á meðfylgjandi myndum má sjá Ívar Örn Sverrisson, Jón Inga Hákonarson og Sigurð Líndal frá Lækjarmóti flytja Hamlet á 15 mínútum, síðan 2 mínútum og loks 6 sekúndum sem er eflaust margfalt heimsmet. Dagskrá menningarnætur á Akureyri er að finna hér til vinstri en hátíðarhöldunum lýkur með flugeldasýningu við Pollinn kl. 23.30 í kvöld. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/menningarnott-festir-sig-i-sessi | Menningarnótt festir sig í sessi
Þúsundir Akureyringa og gesta nutu menningar- og listviðburða af ýmsu tagi góðan laugardag frá hádegi fram á nótt. Veðrið lék við hvurn sinn fingur og hvort sem fólk sóttist eftir tónlist, myndlist, sætabrauði eða spjalli við náungann - allir fundu eitthvað við sitt hæfi... |
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-menningarhus-vigt-a-naesta-kjortimabili | Nýtt menningarhús vígt á næsta kjörtímabili
Á aðalfundi Eyþings, sambands sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, um helgina, skýrði Tómas Ingi Olirich menntamálaráðherra frá því að stefnt væri að því að skrifa undir samning um byggingu og rekstur menningarhúss á Akureyri fyrir árslok. Í kjölfarið verður hægt að efna til hugmyndasamkeppni um húsið. Bæði menntamálaráðherra og formaður bæjarráðs Akureyrar eru sannfærðir um að byggingin komi til með að setja sterkan svip á bæinn. Menntamálaráðherra segir þetta vera afar stórt verkefni og ennþá sé ófrágengið hver heildarkostnaður við framkvæmdina verði. Hann gerir sér vonir um að geta vígt nýja menningarhúsið á Akureyri á næsta kjörtímabili. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/haskolinn-a-akureyri-15-ara-i-dag | Háskólinn á Akureyri 15 ára í dag
Háskólinn á Akureyri er 15 ára í dag, en hann hóf starfsemi sína 5. september 1987 með kennslu í hjúkrunarfræði og iðnrekstrarfræði. Fyrsta skólaárið stunduðu 30 nemendur nám, en nú eru starfræktar fimm kennsludeildir; auðlindadeild, heilbrigðisdeild, kennaradeild, rekstrar- og viðskiptadeild og upplýsingatæknideild.
Frá upphafi hafa 967 kandídatar brautskráðst frá Háskólanum og á þessu skólaári munu um 1.060 nemendur stunda þar nám. Framhaldsnám, fjarnám og alþjóðasamstarf eru vaxandi þættir í starfsemi háskólans og verið er að undirbúa nýtt nám í félagsvísindum og lögfræði. Gert er ráð fyrir að kennsla í þessum greinum hefjist haustið 2003.
Auk þess sem fjölbreyttar rannsóknir eru stundaðar í öllum deildum Háskólans er hann í góðu samstarfi við fjórar sjálfstæðar rannsóknastofnanir. Einnig er náið samstarf um rannsóknir og kennslu við aðra háskóla og rannsóknastofnanir, einkum rannsóknastofnanir atvinnuveganna.
Ljósmynd: Rúnar Þór Björnsson, [email protected]. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/vetrardagskra-la-kynnt | Vetrardagskrá LA kynnt
Vetrardagskrá Leikfélags Akureyrar liggur nú fyrir og var kynnt af nýjum leikhússtjóra, Þorsteini Bachmann, á blaðamannafundi síðasta miðvikudag. Fyrsta frumsýning vetrarins verður 27. september þegar sýningar hefjast á frægasta leikverki allra tíma, Hamlet Danaprins, í leikstjórn Sveins Einarssonar. Þar er á ferðinni afmælissýning LA sem fagnar 85 ára afmæli á árinu og á jafnframt 35 ára afmæli sem atvinnuleikhús. Halldór E. Laxness leikstýrir ástríðufullu leikverki sem nefnist Leyndarmál rósanna og verður frumsýnt 18. október. Höfundur þess er Manuel Puig en þekktasta verk hans er án efa Koss kóngulóarkonunnar.
Þorsteinn Bachmann, nýráðinn leikhússtjóri LA.
Jólasýning leikhússins er Venjulegt kraftaverk eftir Évgení Schwarz sem Vladimir Bouchler leikstýrir. Í kynningu frá LA segir að þetta sé sýning fyrir börn á öllum aldri, fjölmenn og litrík sýning sem frumsýnd verður 13. desember. Um miðjan janúar fá áhorfendur síðan að sjá afraksturinn af samkeppni sem efnt hefur verið til um stutta leikþætti fyrir "uppistandandi leikara" undir samheitinu Uppistand um jafnréttismál. Loks er að geta þess að um páskana verður starfsemin færð út í bæ og a.m.k. þrjú leikverk sýnd í sölum Listagilsins og víðar um bæinn.
Nánari upplýsingar á heimasíðu LA: www.leikfelag.is. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/hagnadur-timabilsins-896-milljonir-krona-arshlutauppgjor-kaldbaks-fjarfestingarfelags-hf-2002 | Hagnaður tímabilsins 896 milljónir króna - Árshlutauppgjör Kaldbaks fjárfestingarfélags hf. 2002
Hagnaður Kaldbaks fjárfestingarfélags hf. fyrstu 6 mánuði þessa árs nam 896 milljónum króna. Hreinar rekstrartekjur tímabilsins námu 112 milljónum króna og rekstrargjöld 54 milljónum króna. Hagnaður fyrir óinnleystar tekjur nam 58 milljónum króna. Óinnleystar tekjur af verðbréfum voru 838 milljónir króna.
Heildareignir félagsins voru bókfærðar á 8.902 milljónir króna og bókfært eigið fé var 4.299 milljónir króna.
Kaldbakur beitir þeirri reikningsskilaaðferð að færa verðbréf sem skráð eru í Kauphöll Íslands á markaðsverði og hlutdeildaraðferð á önnur félög þar sem eignarhlutur Kaldbaks er yfir 20%.
Þann 1. janúar tók Kaldbakur við öllum eignum og skuldum Kaupfélags Eyfirðinga svf. Kaldbakur jók hlutafé í mars þar sem Samherji og Lífeyrissjóður Norðurlands gerðust hluthafar í félaginu og eru nú með um 30% hlut samtals. Á sama tíma keypti félagið eigin hlutabréf af Kaupfélagi Eyfirðinga svf. að nafnverði 137,1 milljón króna á genginu 4.
Unnið er að undirbúningi að skráningu hlutabréfa félagsins í Kauphöll Íslands en markmiðið er að bréf félagsins verði skráð í kauphöll fyrir árslok. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/sinfoniuhljomsveit-nordurlands-a-graenlandi | Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á Grænlandi
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er nú í tónleikaferð á Grænlandi. Í gær flaug 45 manna hljómsveit frá Akureyri til Nuuk og heldur tvenna stórtónleika í Katuaq, norræna húsi bæjarins. Flutt verða verk eftir Rossini og Bizet og Hanne Qvist leikur einleik á fiðlu í 1. þætti fiðlukonserts nr. 1 í a-moll eftir J.S. Bach. Einnig munu grænlenskir kórar syngja með hljómsveitinni kórlög frá heimalandi sínu í hljómsveitarútsetningu Adrians Vernon Fish og frumflutt verður verkið Clouds eftir grænlenska tónskáldið Per Rosing.
Hljómsveitin mun halda 5 skólatónleika fyrir grunnskólanemendur í Nuuk. Þar verður flutt verkið Pétur og úlfurinn eftir Prokofieff. Í verkinu segir frá Pétri sem lendir í ýmsum ævintýrum þegar hann hættir sér út fyrir garð afa síns. Sagan hefur verið þýdd á grænlensku og verður flutt af grænlenskum sögumanni.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur haldið tónleika víða á Norðurlandi og í Reykjavík undan farin ár. En þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin fer í tónleikaferð út fyrir landsteinana og er vel við hæfi að hefja 10. starfsárið á þennan hátt. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/hitamistur-a-akureyri | Hitamistur á Akureyri
Hlýindi og stillur hafa einkennt veður á Akureyri síðan á sunnudag. Í dag var hitamistur í Eyjafirði og á hádegi var 15 gráðu hiti á Akureyri samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á meðfylgjandi mynd sést hvernig mistrið hylur nær alveg Hlíðarfjall ofan Akureyrar. Veðurhorfur fyrir landið allt næstu daga eru á þessa leið: Á fimmtudag og föstudag verður austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 8 til 16 stig að deginum. Á laugardag og sunnudag er von á hægviðri og léttskýjuðu um mestallt land. Hiti breytist lítið. Horfur á mánudag eru suðaustlæg átt og vætusamt, en hægviðri og skýjað með köflum norðan til. Milt veður.
Á sunnudagskvöld var himinninn yfir Akureyri einstaklega fagur og skýin böðuð geislum sólar. Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfu. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/samstarfssamningur-um-ferdamal | Samstarfssamningur um ferðamál
Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, og Bjarni Djurholm, atvinnumálaráðherra Færeyja, undirrituðu í gær samsstarfssamning um ferðamál á milli landanna en ráðherrarnir fara með þann málaflokk, hvor í sínu landi. Samningurinn var undirritaður í einmuna blíðu úti undir beru lofti að Hömrum, tjaldsvæði skáta á Akureyri.
Frá undirritun samningsins: Magnús Oddsson ferðamálastjóri, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Bjarni Djurholm atvinnumálaráðherra Færeyja og Heri H. Niclasen ferðamálastjóri Færeyja.
Samningurinn tekur gildi 1. janúar 2003 og gildir í þrjú ár. Löndin leggja fram jafnháa upphæð til samstarfsins eða tíu milljónir íslenskra króna á ári. Hvort land tilnefnir þrjá fulltrúa í stjórn FITUR sem stendur fyrir Föroyar Island Turist samarbejde.
Megintilgangur FITUR-samstarfsins er að auka ferðalög og önnur samskipti á milli Íslands og Færeyja. Í því skyni styrkir FITUR árlega fjölmarga íslenska og færeyska hópa og einstaklinga, auk fyrirtækja, sem hafa skýr markmið með ferðalögum sínum og í anda samstarfsins. FITUR hefur einnig komið á samstarfi á milli skóla í löndunum tveimur.
Í FITUR-samningnum er lögð áhersla á að auka enn frekar samstarf íslenskra og færeyskra flugfélaga til þess að bæta megi samgöngur á milli landanna, en öruggar og tíðar ferðir á sanngjörnu verði eru undirstaða þess að samskiptin verði tryggð.
Í samningnum er lögð áhersla á að íbúar landanna beggja ferðist meira innbyrðis og er fjallað sérstaklega um samskipti í atvinnu- og menningarmálum, vinabæjartengsl og íþrótta- og námsferðir enda sé um að ræða samskipti sem líkleg eru til að mynda tengsl og auka skilning á milli þjóðanna. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/vestnorden-hofst-a-akureyri-i-dag | Vestnorden hófst á Akureyri í dag
Ferðakaupstefnan Vestnorden 2002 hófst klukkan 9 í morgun í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þetta er í 17. sinn sem kaupstefnan er haldin en hún er sérstaklega ætluð aðilum í ferðaþjónustu. Löndin þrjú sem mynda Vestnorden hópinn, þ.e. Ísland, Færeyjar og Grænland, hafa skipst á um að halda kaupstefnuna en hún var haldin á Grænlandi í fyrra. Um 500 manns frá rúmlega 20 þjóðlöndum munu sækja kaupstefnuna en hún er ekki opin almenningi.
Markmiðið með ferðakaupstefnunni er að kynna þeim aðilum úti í heimi, sem selja ferðir til Íslands, Grænlands og Færeyja, það helsta sem er í boði í þessum þremur löndum í ferðaþjónustu. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir að um 500 manns sæki kaupstefnuna að þessu sinni, þar af um 290 aðilar sem bjóða vöru eða þjónustu til sölu í löndunum þremur, um 150 aðilar frá rúmlega 20 löndum sem eru að selja ferðir til Íslands, Færeyja og Grænlands, og loks fjölmargir erlendir fjölmiðlamenn auk opinberra gesta. Margir úr þessum hópi hafa nýtt dagana fram að kaupstefnunni til að ferðast um og kynna sér land og þjóð.
Ferðamálaráð Íslands hefur veg og vanda að skipulagningu Vestnorden ferðakaupstefnunnar. Það er stefna ráðsins að dreifa viðburðum á þess vegum um landið eftir því sem aðstæður gera það mögulegt og leyfa gestum þannig að kynnast af eigin raun þjónustunni sem víðast. Því er kaupstefnan ekki alltaf haldin á sama stað í hverju landi. Hún hefur m.a. verið haldin í Reykjavík og á Akureyri hér á landi en þetta er í 3. sinn sem hún er haldin nyrðra.
Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir það ánægjulegt hvernig sýningin hafi þróast. "Við byrjuðum í mjög smáum stíl fyrir 17 árum. Þá voru gististaðir og fyrirtæki á samgöngusviðinu nánast einráð í hópi sýnenda en síðan hefur kaupstefnan stækkað jafnt og þétt og hópurinn sem er að selja vöru og þjónustu er nú mun breiðari. Það er sérstaklega ánægjulegt að í ár eru mjög margir nýir kaupendur búnir að boða komu sína, m.a. fleiri aðilar en fyrr frá Bandaríkjunum og nokkrum löndum sem ekki hafa verið að selja ferðir til Vestnorden landanna fram að þessu," segir hann.
Magnús segir að veruleg breyting hafi átt sér stað á söluferlinu sjálfu á síðustu árum, sérstaklega með tilkomu internetsins. "Ferðakaupstefnan er því enn mikilvægari en áður og kjörinn vettvangur til að skapa tengsl á milli ferðaþjónustuaðila í þessum þremur löndum og þeirra sem eru að selja þessar ferðir," segir hann.
Aðspurður segir Magnús að tímasetningin, þ.e. að kaupstefnan skuli hefjast 11. september, sama dag og hryðjuverkamenn gerðu stórfelldar árásir á Bandaríkin í fyrra, sé tilviljun. "Við ákváðum þessa tímasetningu í fyrra, áður en árásirnar, sem hafa sett svo mikið mark á viðgang ferðaþjónustu um allan heim, voru gerðar. Við ákváðum síðan að halda okkar striki, m.a. til að sýna að ferðaþjónustan lætur ekki slá sig út af laginu á hverju sem gengur. Það má því segja að þessi tímasetning sé táknræn fyrir það að við höldum okkar striki," segir Magnús.
Úr fréttatilkynningu frá Ferðamálaráði Íslands. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/frettabladid-a-oll-heimili-a-akureyri | Fréttablaðið á öll heimili á Akureyri
Frá og með miðvikudeginum 18. september verður Fréttablaðinu dreift á öll heimili á Akureyri. Þar með verða tæp 68 prósent allra heimila á landinu sem fá Fréttablaðið á morgnana eða um 74.500 heimili. Hægt er að sækja Fréttablaðið á netið, slóðin er www.frett.is. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/rumlega-80-eftirskjalftar-vid-grimsey | Rúmlega 80 eftirskjálftar við Grímsey
Rúmlega 80 eftirskjálftar hafa mælst í gærkvöldi og í nótt um 100 km norður af mynni Eyjafjarðar eftir snarpan skjálfta sem mældist 5,5 stig á Richter-kvarða og varð kl. 18.48 í gærkvöldi. Stærsti eftirskjálftinn í nótt mældist um 4,0 á Richter og kom laust fyrir klukkan eitt. Jarðeðlisfræðingar á Veðurstofu Íslands búast við að jörð skjálfi áfram í dag á þessum slóðum en ólíklegt að skjálfta verði vart í landi.
Grímseyingar fundu vel fyrir jarðskjálftanum í gærkvöld, enda er eyjan aðeins um 45 km frá upptökum hans. Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur segir ekkert sérstakt bendi til þess að von sé á stærri skjálftum eða öðrum umbrotum.
Mynd frá jarðeðlissviði Veðurstofu Íslands.
Grein frá www.mbl.is
Sjálfvirkur skjálftamælir jarðvísindadeildar Veðurstofunnar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/nyr-vegur-ad-skidastodum | Nýr vegur að Skíðastöðum
Síðustu mánuði hefur verið unnið að endurbótum á veginum upp að Skíðastöðum í Hlíðarfjalli. Vegurinn hefur verið lagaður að öllu leyti, breikkaður og lagður bundnu slitlagi. Verktakar hafa nú þegar klárað veginn frá Skíðahótelinu niður að rimlahliði og að sögn Guðmundar Karls Jónssonar, forstöðumanns Skíðastaða, er stefnt að því að ljúka við kaflann niður að Hlíðarenda fyrir 1. október nk. Hann bætir því við að núna sé verið að bjóða út gerð nýrra og stærri bílastæða við Skíðastaði og að öllum líkindum hefjist þær framkvæmdir strax í næstu viku.
"Nýi vegurinn gerir alla aðkomu að svæðinu miklu betri. Hann hefur oft og tíðum breyst í drullusvað í hlýindum og snjóbráð, þannig að ferðum á þvottaplön bæjarins mun snarfækka," segir Guðmundur Karl og lætur þess ennfremur getið að ný bílastæði bæti aðstöðuna við hótelið til mikilla muna því að þau hafi verið allt of fá um langt árabil og oft myndast mikil örtröð þar efra. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/rembrandt-og-fjarlaganefnd-althingis | Rembrandt og Fjárlaganefnd Alþingis
Fjárlaganefnd Alþingis sótti Akureyri heim í dag og fór víða um bæinn undir leiðsögn Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra. Gestunum var kynnt staða Akureyrar með tilliti til byggðaáætlunar, fjárhags og tekjustofna, um leið og þeir skoðuðu ýmis kennileiti í bænum. Skólar í bænum voru heimsóttir, farið um ný íbúðarhverfi, söfn skoðuð, fyrirtæki og stærri mannvirki, svo eitthvað sé nefnt. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar gestirnir skoðuðu sýninguna Rembrandt og samtíðarmenn hans í Listasafninu á Akureyri en sýningin hefur hlotið mikla aðsókn, enda stórmerkileg fyrir margra hluta sakir.
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Ólafur Örn Haraldsson formaður fjárlaganefndar.
Hannes Sigurðsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri segir gestunum frá sýningunni Rembrandt og samtíðarmenn hans. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/bankarad-sedlabankans-fundar-a-akureyri | Bankaráð Seðlabankans fundar á Akureyri
Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur notið veðurblíðunnar á Akureyri í dag og átti fund með forsvarsmönnum bæjarins í morgun. Í fyrramálið verður bankaráðsfundur haldinn á Hótel Kea en hefð er fyrir því að ráðið haldi árlega einn fund á landsbyggðinni.
Frá fundinum með forsvarsmönnum bæjarins: Þóra Ákadóttir forseti bæjarstjórnar, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, Ólafur G. Einarsson formaður bankaráðs Seðlabankans og Jakob Björnsson formaður bæjarráðs.
Mikið er um heimsóknir frá stofnunum og fyrirtækjum til bæjarins á þessum árstíma. Meðal þess sem bankaráðsmenn tóku sér fyrir hendur í dag var að fara í skoðunarferðir til Útgerðarfélags Akureyringa, Háskólans á Akureyri og Samherja. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/gummivinnslan-i-samstarf-vid-enskt-fyrirtaeki | Gúmmívinnslan í samstarf við enskt fyrirtæki
Gúmmívinnslan hf. á Akureyri hefur hafið samstarf við enska fyrirtækið Rosehill um þróun og framleiðslu á öryggishellum fyrir leikvelli. Samstarfið er mikilvægt framfaraskref og mun skila sér í betri en jafnframt ódýrari vöru. Gúmmívinnslan hefur framleitt öryggishellur fyrir leikvelli í um tíu ár en 90% af hráefninu í hellunum er fengið úr notuðum hjólbörðum. Með framleiðslu þeirra hefur Gúmmívinnslan því stuðlað að bættu umhverfi á undanförnum árum jafnframt því að auka öryggi barna við leik því gúmmíhellurnar hafa náð töluverðum vinsældum og eru víða notaðar á leikvöllum og leikskólum. Með öflugri endurvinnslu hefur Gúmmívinnslan jafnframt tekið þátt í að uppfylla skyldur Íslands gagnvart Evrópusambandinu um endurvinnslu á hjólbörðum.
Með samstarfi við enska fyrirtækið Rosehill fær Gúmmívinnslan aðgang að miklu þróunarstarfi og betri vöru. Þegar er hafin framleiðsla á nýjum öryggishellum hjá Gúmmívinnslunni eftir þeim stöðlum og aðferðum sem enska fyrirtækið hefur þróað. Helsta breytingin á hellunum er nýtt neðra lag sem eykur dempunareiginleika hellunnar jafnframt því að hráefnisnotkun minnkar. Gúmmívinnslan mun því framleiða betri vöru en áður jafnframt því að verðið ætti að geta lækkað vegna minni hráefnisnotkunar. Gúmmívinnslan hefur hingað til aðeins framleitt svartar hellur en hefur nú hafið framleiðslu á hellum í nokkrum litum. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/bladautgafa-i-oddeyrarskola | Blaðaútgáfa í Oddeyrarskóla
Nemendur í 8. bekk Oddeyrarskóla vinna nú að útgáfu skólablaðs þar sem kenna mun ýmissa grasa. Meðal efnis verður viðtal við bæjarstjórann, Kristján Þór Júlíusson, sem Anna Gerður Ólafsdóttir og Linda Björk Rögnvaldsdóttir áttu við hann í dag. Viðtalið verður eflaust fyrir margra hluta sakir forvitnilegt því stúlkurnar spurðu bæjarstjórann meðal annars hverju hann ætli að koma í verk á kjörtímabilinu og hvernig bíl hann eigi.
Allir krakkar í 8. bekk Oddeyrarskóla koma að vinnslu blaðsins og auk viðtalsins við Kristján verður fjallað um starfsemi Punktsins, Listasafnsins á Akureyri og forvitnast um það hvað verður í bíó á næstunni. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/come-shine-i-deiglunni-a-fimmtudag | Come Shine í Deiglunni á fimmtudag
Djasskvartettinn Come Shine leikur á Heitum fimmtudegi í Deiglunni kl. 21.15 næsta fimmtudag á vegum Jazzklúbbs Akureyrar. Söngkona hljómsveitarinnar, Live Maria Roggen, hefur fengið stórklostlega dóma fyrir heillandi túlkun og fallega rödd. Píanóleikarinn Erlend Skomsvoll er einnig aðalútsetjari Come Shine og þykir mjög slyngur á báðum sviðum. Á kontrabassa leikur Sondre Meisfjord og Håkon Mjåset Johansen á trommur og þykja báðir einstaklega góðir. Þessi kvartett er tvímælalaust í flokki bestu djasskvartetta á Norðurlöndunum í dag og eru gagnrýnendur blaða ósparir á lofið eftir að hafa hlýtt á hann. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/landsthing-sambands-islenskra-sveitarfelaga-hofst-i-dag | Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í dag
Sautjánda landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var sett í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag og stendur fram á föstudag. Rétt til setu á þinginu eiga 178 fulltrúar allra sveitarfélaga á landinu, sem nú eru 105. Yfirskrift landsþingsins að þessu sinni er Búseta - lífsgæði - lýðræði. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, setti þingið og eftir kjör forseta og ritara þingsins, laganefndar, kjörnefndar og kjörbréfanefndar, flutti Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, ávarp.
Erlendir gestir þingsins eru 11 að þessu sinni; 5 frá Danmörku, 4 frá Færeyjum og 2 frá Finnlandi. Í morgun var þeim boðið í skoðunarferð um Akureyri þar sem þeim voru kynntar helstu staðreyndir um bæjarfélagið, auk þess sem lystisemdir Sundlaugarinnar voru skoðaðar og sýningin Rembrandt og samtíðarmenn hans í Listasafninu. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/hamlet-frumsyndur-a-fostudag | Hamlet frumsýndur á föstudag
Föstudaginn 27. september frumsýnir Leikfélag Akureyrar fyrsta verk vetrarins, Hamlet eftir William Shakespeare. Þýðandi er Helgi Hálfdanarson en leikstjóri Sveinn Einarsson. Með þessar uppsetningu er þremur tímamótum fagnað: Leikfélag Akureyrar á 85 ára starfsafmæli, verkið er 400 ára og Akureyrarbær varð 140 ára á þessu ári. Að þessu tilefni verður sérstök hátíðarsýning í Leikhúsinu laugardaginn 28. september þar sem leikarar koma ríðandi til sýningarinnar.
Sveinn Einarson leikstjóri hefur verið 20 ár að sviðsetja Hamlet í huganum og nú fáum við að sjá afraksturinn. Fjöldi mikilhæfra listamanna kemur að sýningunni. Meðal þeirra eru Elín Edda Árnadóttir sem hannar leikmynd og búninga, Sverrir Guðjónsson sem semur tónlist við verkið og Egill Ingibergsson sem hannar lýsingu. Fimmtán leikarar taka þátt í uppsetningunni en með hlutverk Hamlets og Ófelíu fara Ívar Örn Sverrisson og Arnbjörg Valsdóttir.
Sýningar verða sem hér segir:
Frumsýning 27. september föstudagur kl. 20.00 UPPSELT!
Hátíðarsýning 28. september laugardagur kl. 19.00 UPPSELT!
3. sýning 4. október föstudagur kl. 20.00
4. sýning 5. október laugardagur kl. 19.00
5. sýning 12. október laugardagur kl. 19.00
6. sýning 19. október laugardagur kl. 19.00
AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR! Það verða allir að sjá Hamlet einu sinni á ævinni og óhætt er að lofa konunglegri skemmtun. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/2-deiliskipulagstillogur-sunnan-reynilundar-sandgerdisb | 2 deiliskipulagstillögur: - Sunnan Reynilundar - Sandgerðisbót
Með vísan til 25. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. auglýsir Akureyrarbær hér með eftirtaldar deiliskipulagstillögur:
1. Íbúðarsvæði sunnan Reynilundar
Skipulagssvæðið afmarkast að norðan af einbýlishúsalóðum við Reynilund. Að vestan, sunnan og austan afmarkast það af svæði, sem auðkennt er í gildandi aðalskipulagi með "skipulagi frestað" vegna óvissu um legu framtíðar tengibrauta.
Tillaga að deiliskipulagi svæðisins var áður auglýst 22. maí s.l. Vegna athugasemda sem gerðar voru, var ákveðið að endurskoða þá tillögu og er það hin breytta tillaga sem nú er auglýst.
Tillagan gerir ráð fyrir 2 lóðum fyrir tveggja hæða fjölbýlishús með samtals 24 íbúðum, svo og 5 einbýlishúsalóðum næst núverandi lóðum við Reynilund. Grenilundur verði lengdur til suðurs og sunnan núverandi parhúsa við hann komi tvö parhús til viðbótar. 2 opin, óbyggð svæði komi sunnarlega á svæðinu, vestast og austast.
(Skoða uppdrætti: Tillöguuppdráttur - Skýringarmynd - pdf-skjöl)
2. Sandgerðisbót, breyting á deiliskipulagi
Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi smábátahafnar í Sandgerðisbót, sem samþykkt var í september 1986. Helsta breytingin skv. tillögunni er sú, að norðan hafnarinnar komi skólphreinsistöð á nýrri landfyllingu. Nokkrar breytingar verða einnig á útfærslu hafnarsvæðisins sjálfs, m.a. er gert ráð fyrir samfelldum göngustíg meðfram Glerá og smábátahöfninni, ofan á aðrennslislögn að hreinsistöðinni.
(Skoða tillöguuppdrátt - pdf-skjal)
Tillöguuppdrættir ásamt frekari skýringargögnum liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 8. nóvember 2002, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur.
Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 1600 föstudaginn 8. nóvember 2002 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
Akureyri, 27. september 2002,
Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/atlantsal-i-eyjafjord | Atlantsál í Eyjafjörð?
Forsvarsmenn Atlantsáls vilja reisa álverksmiðju á Dysnesi við Eyjafjörð og súrálsverksmiðju nálægt Húsavík og hefja framkvæmdir í sumarbyrjun 2004. Þeir hafa á undanförnum dögum kynnt áform sín fyrir stjórnvöldum og heimamönnum. Verksmiðjurnar munu samtals skapa um 1.500 ný störf.
Atlantsál er í eigu Altech, sem er íslenskt fyrirtæki og framleiðir tæki fyrir álversmiðjur og Transal sem er í eigu rússneska álfyrirtækisins Russian Aluminium og VAMI sem er áltæknifyrirtæki í St Pétursborg í Rússlandi. Rússarnir eru síðan í samvinnu við kínverskt verktakafyrirtæki sem sérhæft hefur sig í smíði slíkra verksmiðja. Jón Hjaltalín Magnússon er eigandi Altech. Hann segir unnið að ýmsum forathugunum bæði á Dysnesi og við Húsavík. Eigendur Atlantsáls voru fyrir norðan um helgina og ræddu við heimamenn, ráðherra og fleiri.
Gengið er út frá því að verksmiðjunar verði reistar í áföngum og að þær verði báðar mjög fullkomnar, t.d. hvað varðar hreinsibúnað. Gert er ráð fyrir að verksmiðjunar fái raforku frá kerfi Landsvirkjunar og einnig frá háhitasvæðinu á Þeystareykjum.
Frétt af www.ruv.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/atvinnuleysi-undir-landsmedaltali | Atvinnuleysi undir landsmeðaltali
Atvinnulausum á Norðurlandi eystra hefur fækkað um 30 frá júlí til ágúst og er undir landsmeðaltali, að því er fram kemur á heimasíðu Vinnumálastofnunar.
Meðalfjöldi atvinnulausra í ágúst var 238 eða 1,7% en var 1,9% í júlí sl. Atvinnuleysi á landinu öllu var 2,2% í ágúst. Atvinnulausum á Norðurlandi eystra fækkar um 30 milli mánaða. Atvinnulausum körlum hefur fækkað um 8, en atvinnuleysi karla var 1,3% í ágúst og 1,4% í júlí sl. Atvinnulausum konum hefur fækkað um 22 frá júlí og var atvinnuleysi kvenna 2,3% í ágúst, en 2,6% í júlí sl.
Heimasíða Vinnumálastofnunar. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/vinabaejarsamband-innan-thriggja-ara | Vinabæjarsamband innan þriggja ára
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, og Jógvan Krosslá, bæjarstjóri Vágs í Færeyjum, hafa undirritað samkomulag um tengsl og samskipti bæjanna tveggja en stefnt er að því að taka upp formlegt vinabæjarsamband innan þriggja ára. Á næstu árum verður leitast við að efla samskipti íbúa og félaga í sveitarfélögunum með áherslu á samskipti á sviði menningarmála og íþrótta- og tómstundamála. Ferðir og samskipti félaga og hópa verða á þeirra eigin kostnað, en sveitafélögin munu aðstoða við skipulagningu og aðra fyrirgreiðslu.
Samkomulagið er svohljóðandi á færeysku:
Kommunurnar Akureyri á Íslandi og Vágur í Føroyum
hava avgjørt at taka upp samband og samskifti.
Miðað verður ímóti at taka upp formligt vinarbýarsamband innan trý ár.
Næstu árini verður arbeitt fram ímóti at økja samskifti millum íbúgvar og feløg í kommununum, við áherslu á samskifti á mentunarøkjum og ítrótta- og frítíðarmálum.
Ferðir og samskifti millum feløg og bólkar verða tey sjálvi at gjalda, men kommunurnar fara at veita hjálp til fyriskipan og avgreiðslu. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/kaldbakur-fjarfestingarfelag-hf-og-hlutabrefasjodur-islands-hf-sameinast | Kaldbakur fjárfestingarfélag hf. og Hlutabréfasjóður Íslands hf. sameinast
Stjórnir Kaldbaks fjárfestingarfélags hf. og Hlutabréfasjóðs Íslands hf. hafa samþykkt samruna félaganna með fyrirvara um samþykki hluthafafunda. Samruninn miðast við 1. júlí 2002 og munu hluthafar í Hlutabréfasjóði Íslands hf. fá afhent hlutabréf í Kaldbaki fjárfestingarfélagi hf. að nafnverði 0,475 krónur fyrir hverja 1,00 krónu sem þeir eiga að nafnverði í Hlutabréfasjóði Íslands hf. Til hluthafafunda í félögunum verður boðað síðar.
Nú liggur fyrir að Kaldbakur fjárfestingarfélag hf. muni óska eftir skráningu í Kauphöll Íslands og er sú vinna í undirbúningi og er stefnt að því að hlutabréf Kaldbaks verði skráð í Kauphöll Íslands í lok nóvember eða byrjun desember. Um leið verður óskað eftir afskráningu hlutabréfa Hlutabréfasjóðs Íslands hf. úr Kauphöll Íslands enda verða hluthafar þá búnir að fá hlutabréf í Kaldbaki.
Eiríkur S. Jóhannsson framkvæmdastjóri Kaldbaks telur að hér sé stigið framfaraspor hvað bæði félögin varðar. Hlutabréfasjóðir hafa verið að missa hlutdeild í sparnaði sérstaklega vegna skattalegra ástæðna og hafa margir hlutabréfasjóðir minnkað síðustu misseri. Með þessari sameiningu styrkist eigið fé Kaldbaks og hæfi félagsins til þess að geta tekið þátt í stærri fjárfestingarverkefnum eykst og er þetta mjög jákvæður liður í frekari framþróun Kaldbaks.
Sævar Helgason, stjórnarformaður Hlutabréfasjóðs Íslands hf. segist ánægður með fyrirhugaðan samruna félaganna. Minni fjárfestingarfélög hafa ekki þótt aðlaðandi fyrir fagfjárfesta og því hafa þessir hefðbundu hlutabréfasjóðir verið að minnka á undanförnum árum og á þessu ári mun skattaafslætti vegna hlutabréfakaupa einstaklinga ljúka. Kaldbakur er öflugt fjárfestingarfélag sem ætlar sér og getur gert stóra hluti og sameinað félag býður því upp á mun meiri möguleika til fjárfestinga heldur en HÍ hefur möguleika á í dag. Haldið verður uppi viðskiptavakt á Kaldbaki á sama hátt og gert var með Hlutabréfasjóð Íslands. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/kjarnalundur-deiliskipulag-lodar | Kjarnalundur - Deiliskipulag lóðar
Með vísan til 25. og 26. greina skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. auglýsir Akureyrarbær hér með tillögu að deiliskipulagi lóðar Náttúrulækningafélags Íslands við Kjarnaskóg, þar sem byggingin Kjarnalundur stendur.
Að hluta til er um að ræða breytingu á deiliskipulagi fyrir orlofshúsabyggð, sem samþykkt var í Bæjarstjórn 19. október 1993.
Tillagan sýnir m.a. byggingarreiti fyrir hugsanlega stækkun Kjarnalundar til suðurs, norðurs og austurs skv. upphaflegum hugmyndum hönnuða hússins. Norðan Kjarnalundar er sýndur stakur byggingarreitur fyrir félagsheimili á einni hæð, í stað fjögurra minni húsa sem þar áttu að koma skv. gildandi deiliskipulagi orlofshúsasvæðis. Þá er í samræmi við gildandi samninga gert ráð fyrir kvöð um umferðarrétt yfir lóðina vegna aðkomu að orlofshúsabyggð norðan hennar.
Tillöguuppdráttur með greinargerð mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til miðvikudagsins 20. nóvember 2002, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur.
(Skoða Lóð Kjarnalundar á pdf-formi)
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 1600 miðvikudaginn 20. nóvember 2002 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
Akureyri 9. október 2002,
Skipulags- og byggingarfulltrúi. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/radstefna-um-umhverfismal-i-eyjafirdi | Ráðstefna um umhverfismál í Eyjafirði
Næstkomandi föstudag, 11. október, verður haldin ráðstefna í Ketilhúsinu á Akureyri undir yfirskriftinni "Umhverfið í Eyjafirði - þekkjum við ábyrgð okkar á því?" Á ráðstefnunni verður fjallað um umhverfismál í víðu samhengi og meðal annars lögð áhersla á tengsl umhverfismála héraðsins við skipulagsmál þess. Þannig er ráðstefnunni ætlað að auðvelda sveitarstjórnarmönnum, sérstaklega þeim sem fjalla um skipulags- og byggingamál, ákvarðanatöku þegar álitamál koma upp sem varða samspil manns og náttúru.
Ráðstefnan er samvinnuverkefni náttúruverndarnefndar Akureyrarbæjar, náttúruverndarnefndar Eyjafjarðar, Háskólans á Akureyri, Náttúrufræði-stofnunar Íslands (Akureyrarseturs) og SUNN (Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi).
Ráðstefnan hefst klukkan 9.00 föstudaginn 11. október og er öllum opin. Skráning er hjá umhverfisdeild Akureyrarbæjar í síma 460 1117, fax 460 1111, netfang [email protected]. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/nytt-og-glaesilegt-verknamshus-heilbrigdisdeildar | Nýtt og glæsilegt verknámshús heilbrigðisdeildar
Mánudaginn 7. október var formlega tekið í notkun nýtt og glæsilegt verknámshús heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri og verður það einkum nýtt til starfsþjálfunar nemenda í hjúkrunarfræði og iðjuþjálfum. Nýbyggingin er sérhönnuð í þeim tilgangi að þjálfa nemendur í að nýta þá þekkingu sem þeir afla sér í bóklegu námi og líkja má húsinu við klæðskerasaumuð föt sem deildinni var gefinn kostur á að sníða eftir sínum þörfum, eins og fram kom í ræðu Þórarins J. Sigurðssonar, deildarforseta heilbrigðisdeildar.
Verknámshúsið sem fengið hefur nafnið "Starfsver" er um það bil 315 fermetrar að flatarmáli. Verktakakostnaður við byggingu þess var nálægt 50 milljónum króna og er þá ekki talinn kostnaður vegna hönnunar, búnaðar, frágangs lóða og fleiri smærri verkþátta. Að hönnun hússins komu arkitektastofan Gláma Kím, Almenna verkfræðistofan, Raftákn og landslagshönnuðir Landslags. Byggingaeftirlit var í höndum Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddssen. Byggingaraðili var fyrirtæki Þorgils Jóhannessonar, húsasmíðameistara.
Frétt af www.unak.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/threfold-afmaelishatid-a-laugardaginn-kemur | Þreföld afmælishátíð á laugardaginn kemur
Norðurorka kynnir starfsemi sína og býður til afmælisveislu laugardaginn 12. október frá kl. 13 til 16. Haldið verður upp á þrefalt afmæli og því fagnað að 100 ár eru liðin frá stofnun fyrstu vatnsveitu bæjarins, Innbæjarvatnsveitu sem stofnuð var árið 1902, 80 ár eru liðin frá stofnun Rafveitu Akureyrar og 25 ár eru síðan hitaveita bæjarins var stofnuð. Af þessu tilefni verður boðið upp á afmæliskaffi í höfuðstöðvum Norðurorku að Rangárvöllum en einnig verður opið fyrir gesti og gangandi í aðveitustöð við Þingvallastræti, dælustöð við Þórunnarstræti og fólki verður boðið að skoða vatnsgeyma að Rangárvöllum. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/gunnar-a-hlidarenda-kemur-i-baeinn | Gunnar á Hlíðarenda kemur í bæinn
Nú er von á þessum söngglaða hópi úr Fljótshlíðinni hingað norður með Arthúr Björgvin Bollason í broddi fylkingar. Aðeins verður um eina sýningu að ræða og verður hún í Ketilhúsinu á Akureyri á föstudaginn kemur, 11. október, kl. 20.00.
Umræddur söngleikur fjallar um ævi og örlög kappans frá Hlíðarenda, allt frá því að hann fer ungur maður í víking og þar til hann fellur fyrir ofurefli liðs undir forystu þeirra Gissurar og Geirs. Í sýngunni taka þátt 9 rangæskir söngvarar sem allir eru félagar úr Karlakór Rangæinga. Tónlistarstjóri sýningarinnar og undirleikari (píanó) er Halldór Óskarsson, höfundur texta í óbundnu máli og sögumaður er Arthúr Björgvin Bollason. Leikstjóri Svala Arnardóttir og búningahönnuður Inga K. Guðlaugsdóttir.
Söngleikurinn "Gunnar" var frumsýndur fyrir enskumælandi ferðamenn (með enskum sögumannstexta) í Sögusetrinu í júlí í fyrra. Hann fékk þá þegar góðir undirtektir bæði erlendra og innlendra gesta, því Íslendingar fjölmenntu líka á sýningarnar (sem alls urðu 10).
Í maí s.l. fór Njálusönghópurinn (sem í kynningum erlendis hefur fengið heitið "The Saga Singers") með söngleikinn til Þýskalands, þar sem hann var sýndur í nokkrum borgum. Húsfyllir var á sýningunum og óhætt að segja að "músíkalið" hafi slegið í gegn. Í kjölfarið fylgdu fleiri boð til Þýskalands. Í sumar fór hópurinn síðan með söngleikinn til Ottawa, þar sem sýnt var 2 kvöld í einu í fínasta safni Kanadamanna, Museum of Civilisation. Að því búnu flaug hópurinn til Winnipeg og sýndi söngleikinn fyrir 2000 manns undir berum himni í Gimli Park á Íslendingadaginn í Gimli.
Það sem hefur vakið einna mesta athygli ytra (ef marka má umfjöllun í sjónvarpi, útvarpi og blöðum) er sú staðreynd að hér eru á ferðinni "syngjandi bændur úr Rangárþingi" sem allir hafa búskap eða aðra skylda búsýslu að aðalstarfi. Útlendingar hafa verið undrandi á því að slíkir búandmenn skuli geta sungið - og leikið - af jafn mikilli innlifun og kúnst og þessir höfðingjar gera.
Forsala aðgöngumiða er hafin á skrifstofu Gilfélagsins í Ketilhúsinu, sími 466 2609. Miðaverð er kr. 2000. Afsláttur fyrir ellilífeyrisþega og Gilfélaga. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/sjova-almennar-greida-akureyrarbae-3-6-milljonir | Sjóvá-Almennar greiða Akureyrarbæ 3,6 milljónir
Tryggingafélagið Sjóvá-Almennar hefur greitt Akureyrarbæ 3,6 milljónir króna í ágóðahlutdeild fyrir árið 2001. Fulltrúar félagsins létu þess getið á fundi með stjórnendum bæjarins í gær, að þetta væri besta útkoma þeirra fjögurra ára sem Sjóvá-Almennar hafa annast tryggingar fyrir bæinn og stofnanir hans.
Sveinn Segatta frá Sjóvá-Almennum afhendir Kristjáni Þór Júlíussyni, bæjarstjóra, ávísun upp á 3,6 milljónir króna.
Forsaga málsins er sú að bærinn bauð út allar tryggingar sínar árið 1999 og inni í tilboði Sjóvá-Almennra var svokölluð ágóðahlutdeild, sem þýðir að ef tjón er lægra en iðgjald þá fær Akureyrarbær hluta mismunarins endurgreiddan. Öll árin hefur svo verið, en árið 2001 sker sig þó úr og hefur útkoman aldrei verið betri. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyri-og-atvinnulifid-radstefna-fostudaginn-18-oktober | Akureyri og atvinnulífið - Ráðstefna föstudaginn 18. október
"Öflug byggð - Sameiginlegir hagsmunir - Frá orðum til athafna" er yfirskrift ráðstefnu um Akureyri og atvinnulífið sem haldin verður föstudaginn 18. október á Hótel KEA. Markmið ráðstefnunnar er að stilla saman strengi til sóknar og verður meðal annars farið yfir stefnu og aðgerðir ríkisstjórnarinnar til eflingar byggðar á Akureyri, kynnt stefna og aðgerðir Akureyrarbæjar til að ná settu marki í byggðaþróun, varpað ljósi á samspil menntunar og atvinnulífs, gerð grein fyrir sjónarmiðum hagsmunaaðila atvinnulífsins, og rætt um nauðsyn samræmdra aðgerða. Framsögumenn á ráðstefnunni verða Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri Akureyrar, Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Þorsteinn Gunnarsson rektor HA, Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja, og Ásgeir Magnússon forstöðumaður Skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi. Bjarni Jónasson formaður atvinnumálanefndar setur ráðstefnuna og slítur henni með samantekt, en ráðstefnustjóri er Hólmar Svansson framkvæmdastjóri AFE. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/akureyrarbaer-faer-haestu-greidsluna | Akureyrarbær fær hæstu greiðsluna
Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands greiðir samtals 150 miljónir króna til þeirra sveitarfélaga sem eiga aðild að sameingarsjóði félagsins í réttu hlutfalli við eignaraðild þeirra að sjóðnum. Aðildarsveitarfélögin eru 81 talsins og fær Akureyrarbær fær hæstu greiðsluna í ár rúmar 16 miljónir króna, Kópavogur tæpar 13 Reykjanesbær rúmar 10, Ísafjarðarbær rúmar sjö og Vestmannaeyjabær rúmar sex. Í samræmi við samþykktir félagsins mælast stjórn og fulltrúaráð þess að sveitarfélögin noti framlagið m.a. til forvarna, greiðslu iðgjalda af tryggingum sveitastjórna og brunavarna í sveitarfélaginu. Frétt af www.aksjon.is |
https://www.akureyri.is/is/frettir/formadur-la-endurkjorinn | Formaður LA endurkjörinn
Valgerður H. Bjarnadóttir var endurkjörin formaður Leikfélags Akureyrar á aðalfundi þess í gærkvöldi. Í ársskýrslu formanns kom meðal annars fram að nýr leikhússtjóri taki við afar góðu listrænu búi, en að fjárhagsaðstæður félagsins séu erfiðar. Talsverður styr hefur staðið um önnur mál leikhússins og hafði Valgerður H. Bjarnadóttir um það nokkur orð á fundinum, eins og lesa má um í skýrslu formanns á heimasíðu Leikfélags Akureyrar undir hnappnum "Um leikfélagið". |
https://www.akureyri.is/is/frettir/fimm-manna-verkefnisstjorn-skipud | Fimm manna verkefnisstjórn skipuð
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skipað fimm manna verkefnisstjórn sem hefur það hlutverk að gera tillögu til ráðherra um stefnumörkun byggðaáætlunar fyrir Eyjafjörð. Í verkefnisstjórninni eiga sæti Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri, formaður, Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, Hilda Jana Gísladóttir, kennari og fjölmiðlamaður, Laufey Petrea Magnúsdóttir, áfangastjóri MA, og Jón Helgi Pétursson sparisjóðsstjóri Grenivík. Starfsmenn verkefnisstjórnarinnar eru þeir Baldur Pétursson, iðnaðarráðuneyti og Guðmundur Guðmundsson, Byggðastofnun. Stefnumörkuninni á að fylgja tillaga að framkvæmdaáætlun þar sem fram kemur hver beri ábygð á framkvæmd einstakra verkefna, áætlun um kostnað þar sem það á við og tímasetning einstakra verkefna. Óskað er eftir því að verkefnastjórnin skili greinargerð um framvindu verksins til ráðherra tvisvar á ári en miðað er við að verkefninu ljúki í árslok 2004. Frétt af www.mbl.is. |
https://www.akureyri.is/is/frettir/djass-i-deiglunni-i-kvold | Djass í Deiglunni í kvöld
Á Heitum fimmtudegi í Deiglunni leikur djasstríóið B3 sem vakið hefur athygli fyrir skemmtilegan djass og góðan samleik á tónleikum sínum að undanförnu. Djasstríóið B3 er skipað þeim Agnari Má Magnússyni sem spilar á orgel, Ásgeiri Ásgeirssyni á gítar og Erik Qvick sem leikur á trommur. Tríóið hefur starfað saman í rúmt ár og leikur hefðbundna djasstónlist í bebop-anda. Tríóið lék á Jazzhátið Reykjavíkur í haust við góðar undirtektir og kemur nú á næstunni út geisladiskur með tónlist þess. Á næsta ári er svo áætlað að fara í tónleikaferð til Svíþjóðar auk þess að taka upp nýjan geisladisk. Meðlimir tríósins eru allir kennarar við Tónlistarskóla FÍH. Í tónleikaferð sinni norður leikur tríóið á skólakynningum fyrir framhalds- og háskólanemendur á Akureyri og heldur stutt námskeið í Tónlistarskólanum á Akureyri. Aðgöngumiðaverð á tónleikana í Deigluna er almennt 1200 krónur, en helmingi lægra fyrir félaga Jazzklúbbs Akureyrar, skólafólk og Gilfélaga. |
Dataset Card for ICC
Dataset Summary
The Icelandic Crawled Corpus (ICC) contains approximately 930M tokens which have been scraped from a selection of Icelandic websites, including news sites, government websites and forums. The scraped text is presented in its original form, unannotated, untokenized and without deduplication.
Supported Tasks and Leaderboards
The ICC is primarily intended for use in training language models. It can be combined with other corpora, such as the Icelandic Gigaword Corpus and the Icelandic portion of the mC4 corpus.
Languages
This corpus contains text in Icelandic, scraped from a variety of online sources.
Dataset Structure
Data Instances
[More Information Needed]
Data Fields
Each scraped item consists of two fields:
- url: The source URL of the scraped text.
- text: The scraped text.
Data Splits
N/A
Dataset Creation
Curation Rationale
[More Information Needed]
Source Data
Initial Data Collection and Normalization
[More Information Needed]
Who are the source language producers?
[More Information Needed]
Annotations
Annotation process
N/A
Who are the annotators?
N/A
Personal and Sensitive Information
Although this corpus consists entirely of text collected from publicly available websites, it may contain some examples of personal or sensitive information.
Considerations for Using the Data
Social Impact of Dataset
[More Information Needed]
Discussion of Biases
[More Information Needed]
Other Known Limitations
[More Information Needed]
Additional Information
Dataset Curators
This corpus was created by Jón Friðrik Daðason, during work done at the Language and Voice Lab at Reykjavik University.
This project was funded by the Language Technology Programme for Icelandic 2019-2023. The programme, which is managed and coordinated by Almannarómur, is funded by the Icelandic Ministry of Education, Science and Culture.
Licensing Information
This work is licensed under a Creative Commons Attribution 4.0
International License. Any text, HTML page links, information, metadata or
other materials in this work may be subject to separate terms and
conditions between you and the owners of such content.
If you are a copyright owner or an agent thereof and believe that any
content in this work infringes upon your copyrights, you may submit a
notification with the following information:
* Your full name and information reasonably sufficient to permit us to
contact you, such as mailing address, phone number and an email address.
* Identification of the copyrighted work you claim has been infringed.
* Identification of the material you claim is infringing and should be
removed, and information reasonably sufficient to permit us to locate
the material.
Citation Information
N/A
Contributions
Thanks to @jonfd for adding this dataset.
- Downloads last month
- 30