Sigurdur/jonas-hallgrimsson-gpt2
Text Generation
•
Updated
•
25
text
stringlengths 0
342
|
---|
### ÍSLAND |
Ísland, farsældafrón |
og hagsælda, hrímhvíta móðir! |
Hvar er þín fornaldarfrægð, |
frelsið og manndáðin bezt? |
Allt er í heiminum hverfult, |
og stund þíns fegursta frama |
lýsir sem leiftur um nótt |
langt fram á horfinni öld. |
Landið var fagurt og frítt |
og fannhvítir jöklanna tindar, |
himinninn heiður og blár, |
hafið var skínandi bjart. |
Þá komu feðurnir frægu |
og frjálsræðishetjurnar góðu |
austan um hyldýpishaf, |
hingað í sælunnar reit. |
Reistu sér byggðir og bú |
í blómguðu dalanna skauti, |
ukust að íþrótt og frægð, |
undu svo glaðir við sitt. |
Hátt á eldhrauni upp, |
þar sem ennþá Öxará rennur |
ofan í Almannagjá, |
alþingið feðranna stóð. |
Þar stóð hann Þorgeir á þingi, |
er við trúnni var tekið af lýði. |
Þar komu Gissur og Geir, |
Gunnar og Héðinn og Njáll. |
Þá riðu hetjur um héruð, |
og skrautbúin skip fyrir landi |
flutu með fríðasta lið, |
færandi varninginn heim. |
Það er svo bágt að standa í stað, |
og mönnunum munar |
annaðhvort aftur á bak |
ellegar nokkuð á leið. |
Hvað er þá orðið okkar starf |
í sex hundruð sumur? |
Höfum við gengið til góðs |
götuna fram eftir veg? |
Landið er fagurt og frítt |
og fannhvítir jöklanna tindar, |
himinninn heiður og blár, |
hafið er skínandi bjart. |
En á eldhrauni upp, |
þar sem ennþá Öxará rennur |
ofan í Almannagjá, |
alþing er horfið á braut. |
Nú er hún Snorrabúð stekkur, |
og lyngið á Lögbergi helga |
blánar af berjum hvert ár, |
börnum og hröfnum að leik. |
Ó, þér unglinga fjöld |
og Íslands fullorðnu synir! |
Svona er feðranna frægð |
fallin í gleymsku og dá! |
### GUNNARSHÓLMI |
Skein yfir landi sól á sumarvegi, |
og silfurbláan Eyjafjallatind |
gullrauðum loga glæsti seint á degi. |
Við austur gnæfir sú hin mikla mynd |
hátt yfir sveit, og höfði björtu svalar |
í himinblámans fagurtærri lind. |
Beljandi foss við hamrabúann hjalar |
á hengiflugi undir jökulrótum, |
þar sem að gullið geyma Frosti og Fjalar. |
En hinum megin föstum standa fótum, |
blásvörtum feldi búin, Tindafjöll |
og grænu belti gyrð á dalamótum. |
Með hjálminn skyggnda, hvítri líkan mjöll, |
horfa þau yfir heiðarvötnin bláu, |
sem falla niður fagran Rangárvöll, |
þar sem að una byggðarbýlin smáu, |
dreifð yfir blómguð tún og grænar grundir. |
Við norður rísa Heklu tindar háu. |
Svell er á gnípu, eldur geisar undir. |
Í ógna djúpi, hörðum vafin dróma, |
skelfing og dauði dvelja langar stundir. |
En spegilskyggnd í háu lofti ljóma |
hrafntinnuþökin yfir svörtum sal. |
Þaðan má líta sælan sveitablóma, |
því Markarfljót í fögrum skógardal |
dunar á eyrum. Breiða þekur bakka |
the data is taken and processed from this site https://www.snerpa.is/net/kvaedi/jonas.htm